Franski kvikmyndagerðarmaðurinn og Íslandsvinurinn Vincent Moon, sem kom á Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík sl. haust, hefur sett tvö myndbönd sem hann tók á Íslandi sl. haust á bloggvef sinn
collection petites planètes • outtake • ÁRóRA & ÚRVERK from Vincent Moon / Petites Planètes on Vimeo.
Take Away Show _ BARUJARN from Vincent Moon / Petites Planètes on Vimeo.
Bloggvefur Vincents er vel þekktur en á honum sýnir hann myndir þar sem hann blandar saman lifandi tónlistarflutningi og mynd svo úr verða eins konar þættir samansettir úr stuttmyndum sem sverja sig í ætt tónlistarmyndbanda, rétt eins og myndböndin hér að ofan sem gerð voru á Íslandi. Myndbönd Vincents eru athyglisverð að því leyti að hljómsveitirnar spila yfirleitt á óvenjulegum stöðum – á börum, á götum úti, í litlum baðherbergjum og þröngum stigum. Einnig eru þau tekin upp með aðeins einni kvikmyndatökuvél. Meðal hljómsveita sem Moon hefur myndað eru R.E.M., Tom Jones, Arcade Fire, Sigur Rós, Beirut, Animal Collective, Grizzly Bear, Bon Iver og Sufjan Stevens.


