My Week With Marilyn: Stikla

Ný stikla er komin á netið fyrir verðlaunabeituna „My Week With Marilyn. Myndin fjallar um það þegar Marilyn Monroe dvaldi á Englandi við gerð myndarinnar The Prince and the Showgirl, sem hún lék í með breska stórleikaranum Laurence Olivier. Myndin er byggð á bókum eftir Colin Clark, sem var ungur aðstoðarmaður við The Prince and the Showgirl, og skrifaði endurminningar um þann tíma í lífi sínu, og sambandið sem hann átti með Marilyn Monroe.

Með helstu hlutverk í myndinni fara Michelle Williams, sem leikur Marilyn, Kenneth Branagh leikur Olivier, Eddie Redmayne leikur Colin Clark, Julia Ormond leikur Vivien Leigh, Dugray Scott fer með hlutverk Arthur Miller, eiginmanns Monroe, og Dugray Scott leikur ljósmyndarann Milton H. Greene. Auk þess fara með hlutverk í myndinni Judy Dench (James Bond) og Emma Watson (Harry Potter). Leikstjóri er Simon Curtis. Þetta er fyrsta kvikmynd hans en hann hefur mikið unnið í sjónvarpi áður.

Ég verð að segja að stiklan seldi mér myndina! Michelle Williams á sennilega von á einhverjum tilnefningum ef að þessi trailer gefur einhverjar vísbendingar. Og ef myndin er góð, kannski einhverjir fleiri. Ég kallaði myndina verðlaunabeitu, sem hún vissulega er, en maður getur ekki kvartað ef að þannig myndir skila sér vel gerðar í bíósalinn. Sjáið stikluna hér: