Before We Go (2014)
"Ein nótt getur breytt öllu lífinu"
Kona sem missir af síðustu lestinni frá New York til Boston og er um leið rænd veski sínu fær aðstoð frá bláókunnugum tónlistarmanni sem á 80 dollara til skiptanna.
Söguþráður
Kona sem missir af síðustu lestinni frá New York til Boston og er um leið rænd veski sínu fær aðstoð frá bláókunnugum tónlistarmanni sem á 80 dollara til skiptanna. Hér er á ferðinni fyrsta mynd Chris Evans sem leikstjóra en hann er þekktastur fyrir að leika Captain America í samnefndum myndum og í Avengers-myndunum. Before We Go gerist öll á einni nóttu í New York og segir frá kynnum þeirra Nicks Vaughan og Brooke Dalton sem hittast á Grand Central-lestarstöðinni þegar Brooke missir af síðustu lestinni heim til Boston og stendur þar fyrir utan uppi peninga- og símalaus eftir að veski hennar er rænt. Nick sér að hún er í vandræðum og býðst til að aðstoða hana. Eitt leiðir síðan af öðru og um leið og áhorfendur kynnast þeim Nick og Brooke nánar kynnast þau hvort öðru og í ljós kemur að þau eiga mun meira sameiginlegt en þau gat grunað ...
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Myndir
Plaköt
Framleiðendur













