Náðu í appið
Before We Go

Before We Go (2014)

"Ein nótt getur breytt öllu lífinu"

1 klst 29 mín2014

Kona sem missir af síðustu lestinni frá New York til Boston og er um leið rænd veski sínu fær aðstoð frá bláókunnugum tónlistarmanni sem á 80 dollara til skiptanna.

Rotten Tomatoes28%
Metacritic31
Deila:

Söguþráður

Kona sem missir af síðustu lestinni frá New York til Boston og er um leið rænd veski sínu fær aðstoð frá bláókunnugum tónlistarmanni sem á 80 dollara til skiptanna. Hér er á ferðinni fyrsta mynd Chris Evans sem leikstjóra en hann er þekktastur fyrir að leika Captain America í samnefndum myndum og í Avengers-myndunum. Before We Go gerist öll á einni nóttu í New York og segir frá kynnum þeirra Nicks Vaughan og Brooke Dalton sem hittast á Grand Central-lestarstöðinni þegar Brooke missir af síðustu lestinni heim til Boston og stendur þar fyrir utan uppi peninga- og símalaus eftir að veski hennar er rænt. Nick sér að hún er í vandræðum og býðst til að aðstoða hana. Eitt leiðir síðan af öðru og um leið og áhorfendur kynnast þeim Nick og Brooke nánar kynnast þau hvort öðru og í ljós kemur að þau eiga mun meira sameiginlegt en þau gat grunað ...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Chris Evans
Chris EvansLeikstjóri
Ronald Bass
Ronald BassHandritshöfundur
Chris Shafer
Chris ShaferHandritshöfundurf. -0001

Framleiðendur

Wonderland Sound and VisionUS
G4 Productions
Nutmeg Film Productions