Lost River (2014)
"Raunveruleikinn er ekki alltaf raunverulegur"
Einstæð móðir tveggja drengja tekur að sér starf í dularfullum næturklúbbi til að bjarga heimili sínu á meðan eldri sonur hennar uppgötvar horfna veröld sem var.
Bönnuð innan 16 ára
Ofbeldi
Hræðsla
BlótsyrðiSöguþráður
Einstæð móðir tveggja drengja tekur að sér starf í dularfullum næturklúbbi til að bjarga heimili sínu á meðan eldri sonur hennar uppgötvar horfna veröld sem var. Lost River er fyrsta myndin sem Ryan Gosling skrifar handritið að og leikstýrir og hefur henni verið lýst sem blöndu af drama, fantasíu og trylli. Söguþræðinum er erfitt að lýsa í stuttu máli enda er hann margþættur og hefur persónusköpun og frásagnarstíl Goslings verið líkt við blöndu af stíl leikstjóranna Davids Lynch, Davids Cronenberg og Nicolasar Windings Refn. Þeir sem séð hafa myndir þeirra ættu að komast nokkuð nærri því við hvað er átt, en annars má segja að Lost River sé ekki síður upplifun en bein frásögn.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Myndir
Plaköt
Framleiðendur













