Náðu í appið

Ed Sheeran´s Jumpers for Goalposts 2015

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 22. október 2015

150 MÍNEnska

Fyrsta tónleikamynd Eds Sheeran, en hún var tekin upp á risatónleikum hans á Wembley. Viðburðurinn verður sendur í gegnum gervihnött í valin kvikmyndahús um allan heim frá Leicester Square í London, þar sem sýningin fer fram. Meðal þess sem sýnt verður frá eru hápunktar af rauða dreglinum og atriði sem flutt verða á undan sýningu myndarinnar. Jumpers for... Lesa meira

Fyrsta tónleikamynd Eds Sheeran, en hún var tekin upp á risatónleikum hans á Wembley. Viðburðurinn verður sendur í gegnum gervihnött í valin kvikmyndahús um allan heim frá Leicester Square í London, þar sem sýningin fer fram. Meðal þess sem sýnt verður frá eru hápunktar af rauða dreglinum og atriði sem flutt verða á undan sýningu myndarinnar. Jumpers for Goalposts sameinar grípandi flutning Eds á stærstu tónleikum ferilsins á Wembley leikvanginum í júlí 2015 þar sem hann flytur fyrir 80.000 eldheita aðdáendur stærstu smellina sína hingað til, þar á meðal “The A Team”, “Sing” og “Thinking Out Loud” – og óvæntir gestir stíga meira að segja á svið. Myndin lýsir einnig sigurgöngu Eds sem nær hámarki á Wembley leikvanginum og gefur innsýn inn í lífið baksviðs og tónleikaflakki. Auk þess eru einlæg viðtöl við Ed sjálfan og þá sem standa honum næst um hversu langt hann hefur náð. Þessi einstaki alheimsbíóviðburður gerir milljónum aðdáenda Eds um allan heim kleift að slást í för með honum á tónleikunum og fagna því sem hann hefur áorkað hingað til, áður en hann nær enn stærri markmiðum.... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn