Desierto (2015)
"Hér færðu ekkert skjól"
Fimmtán Mexíkanar í leit að betra lífi ætla að smygla sér yfir landamærin að Bandaríkjunum með því að ganga í gegnum eyðimörk þar sem gæsla er takmörkuð.
Bönnuð innan 16 ára
Ofbeldi
HræðslaSöguþráður
Fimmtán Mexíkanar í leit að betra lífi ætla að smygla sér yfir landamærin að Bandaríkjunum með því að ganga í gegnum eyðimörk þar sem gæsla er takmörkuð. Þeir vita auðvitað ekki að þeirra bíður sjálfskipaður landamæravörður, hrottinn Sam, sem er staðráðinn í að stöðva för þeirra fyrir fullt og allt. Í fyrstu virðist för fimmtánmenninganna ætla að ganga vel, eða allt þar til Sam byrjar að salla þau niður eitt af öðru með öflugum riffli úr launsátri. Fjögur komast þó undan, skelfingu lostin, en það er bara tímabundið því Sam hefur þegar eftirför og býr að því umfram bráð sína að hann er með eina skotvopnið á svæðinu.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar


Aðrar myndir
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur













