The Assassin (2015)
Hin fagra og leyndardómsfulla Yinniang starfar sem launmorðingi í Kína á tímum Tang-keisaraveldisins á níundu öld.
Bönnuð innan 12 áraSöguþráður
Hin fagra og leyndardómsfulla Yinniang starfar sem launmorðingi í Kína á tímum Tang-keisaraveldisins á níundu öld. Ung að aldri er hún numin á brott frá föður sínum og þjálfuð í bardagalistum til að aflífa valdamikla menn. Hún er ein sú færasta á sínu sviði en banvænir hæfileikar hennar fara að leggjast þungt á samvisku hennar. Togstreitan verður enn meiri þegar Yinniang er send til að ráða af dögum lávarð, sem eitt sinn var heitmaður hennar. Þar sem hún vinnur sig í átt að blóðugu markmiði sínu er hún ásótt af sýnum um hvernig líf hennar hefði getað orðið hefði hún ekki ratað hinn einmanalega veg leigumorðingjans.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar

Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur



Verðlaun
Verðlaun fyrir bestu leikstjórn á kvikmyndahátíðinni í Cannes.



















