Dear Dumb Diary (2013)
"Stattu með sjálfri þér"
Grunnskólaneminn Jamie Kelly og besta vinkona hennar, Isabella, sjá veröldina ekki í sama ljósi og aðrir og eru stöðugt að uppgötva fleiri furðulega fleti á henni.
Öllum leyfðSöguþráður
Grunnskólaneminn Jamie Kelly og besta vinkona hennar, Isabella, sjá veröldina ekki í sama ljósi og aðrir og eru stöðugt að uppgötva fleiri furðulega fleti á henni. Hér er á ferðinni bráðfyndin mynd, litrík og fjörug, sem hentar vel til áhorfs fyrir alla fjölskylduna. Hún segir frá hinni útsjónar- og uppfinningasömu Jamie Kelly sem er að reyna að skilja veröldina og þá ekki síst líf og viðhorf hinna fullorðnu sem henni finnst hreint út sagt ekki alltaf til eftirbreytni. Um leið kynnumst við bæði bestu vinkonu hennar, hinni álíka fjörugu Isabellu, og helsta andstæðingi, hinni fullkomnu Angelinu, og að sjálfsögðu stráknum sem Jamie er skotin í, hinum hárprúða Hudson Rivers ...
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar

Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur








