Hidden Figures (2017)
"Based on the untold true story"
Sönn saga þriggja kvenna sem störfuðu hjá geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar og áttu stóran þátt í að Mercury-geimferðaráætlunin heppnaðist...
Bönnuð innan 12 ára
FordómarSöguþráður
Sönn saga þriggja kvenna sem störfuðu hjá geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar og áttu stóran þátt í að Mercury-geimferðaráætlunin heppnaðist en hún snerist um að koma geimfaranum John Glenn á sporbaug um Jörðu – og síðan heilum á húfi til baka. Það fylgdist allur heimurinn með þessari áhættusömu tilraun og geimfarinn John Glenn varð heimsfrægur fyrir vikið sem fyrsti maðurinn sem komst á sporbaug um Jörðu. Færri vissu hins vegar að á bak við velgengni geimferðarinnar stóðu m.a. stærðfræðingarnir Dorothy Vaughan og Katherine G. Johnson ásamt verk- og vélfræðingnum Mary Jackson, en þær voru allar svartar á hörund og þurftu því ekki bara að glíma við verkefnið sjálft heldur margskonar fordóma bæði samfélagsins og nokkurra samstarfsmanna ...
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Aðrar myndir

Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur



Verðlaun
Tilnefnd til Golden Globe-verðlaunanna sem besta mynd ársins og til Óskarsverðlauna sem besta myndin, fyrir leik Octaviu Spencer og fyrir handritið sem er eftir þau Alison Schroeder og Theodore Melfi.





















