Svanurinn
2017
Frumsýnd: 5. janúar 2018
Hver dagur er ný saga
91 MÍNÍslenska
82% Critics 58
/100 Sagan er um níu ára gamla stúlku, Sól, sem eftir að hafa orðið uppvís að búðarhnupli er send í sveit þar sem henni er gert að dvelja í nokkra mánuði og vinna fyrir viðurværi sínu. Í fyrstu er Sól niðurbrotin, einmana og umkomulaus á þeim afvikna stað sem sveitabærinn er á en eftir því sem hún kynnist fólkinu í sveitinni betur, uppgötvar stórbrotna... Lesa meira
Sagan er um níu ára gamla stúlku, Sól, sem eftir að hafa orðið uppvís að búðarhnupli er send í sveit þar sem henni er gert að dvelja í nokkra mánuði og vinna fyrir viðurværi sínu. Í fyrstu er Sól niðurbrotin, einmana og umkomulaus á þeim afvikna stað sem sveitabærinn er á en eftir því sem hún kynnist fólkinu í sveitinni betur, uppgötvar stórbrotna náttúruna og myndar tengsl við dýrin á bænum, byrjar sýn hennar á allt að breytast og þroskast, ekki síst á sitt eigið líf og tilfinningar. Um leið dregst hún inn í óvænta atburðarás sem hún hefur enga stjórn á en á eftir að setja mark sitt á upplifun hennar og framtíð ...... minna