Svar við bréfi Helgu (2021)
Reply to a Letter from Helga
Í afskettum firði á 5.
Deila:
Bönnuð innan 9 áraSöguþráður
Í afskettum firði á 5. áratug síðustu aldar verður hinn ungi bóndi Bjarni ástfanginn af Helgu, konunni á næsta bæ. Þau hefja ástríðufullt, forboðið ástarsamband, og brátt fara tilfinningarnar að flæða jafn hömlulaust og hafið sem umkringir þau.
Aðalleikarar
Vissir þú?
Myndin er kvikmyndaaðlögun á rómaðri skáldsögu Bergsveins Birgissonar frá árinu 2010. Bókin naut mikilla vinsælda hér á landi og var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.
Myndin var tekin upp á Ströndum í Árneshreppi.
Ása Hjörleifsdóttir leikstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að eitt af því sem hún elskaði mest við þetta starf væri að vinna með leikurum og mjög stór hluti af leikstjórninni sé að velja í hlutverk. \"Fólk kemur inn með ákveðna orku. Góðir leikarar geta breytt sér og gert allan fjandann.\"
Myndin fékk fjóra og hálfa stjörnu af fimm mögulegum í Morgunblaðinu. \"Leikaravalið er í heild gott og styrkir myndina. Bjarna leikur Þorvaldur Davíð og tekst listilega að fanga karlmann sem er ásóttur af sínum eigin ákvörðunum. Hera Hilmarsdóttir er einnig í eftirminnileg í hlutverki nútímakonunnar Helgu en senuþjófur myndarinnar er án efa Aníta Briem,\" segir Jóna Gréta Hilmarsdóttir gagnrýnandi m.a.
Svar við bréfi Helgu er önnur mynd Ásu Helgu í fullri lengd. Hún leikstýrði áður kvikmyndinni Svaninum (2017) sem er einnig kvikmyndaaðlögun eftir skáldsögu.
Höfundar og leikstjórar

Asa HjorleifsdottirLeikstjóri
Aðrar myndir

Ottó Geir BorgHandritshöfundur

Bergsveinn BirgissonHandritshöfundur
Myndir
Plaköt
Framleiðendur

AllfilmEE

Zik Zak FilmworksIS
Vintage PicturesIS

Rotterdam FilmsNL
Verðlaun
🏆
Ellefu tilnefningar til Eddu verðlaunanna. Björn Thors fékk verðlaunin sem leikari ársins í aukahlutverki og Aníta Briem fékk Edduna sem leikkona ársins í aukahlutverki.









