Skiptrace (2016)
"Watch your backup."
Rannsóknarlögreglumaðurinn Bennie Chan er á slóð alræmdasta glæpamanns Hong Kong-borgar sem starfar undir dulnefninu Matador.
Bönnuð innan 12 ára
Ofbeldi
Hræðsla
Fordómar
BlótsyrðiSöguþráður
Rannsóknarlögreglumaðurinn Bennie Chan er á slóð alræmdasta glæpamanns Hong Kong-borgar sem starfar undir dulnefninu Matador. Til að hafa hendur í hári hans þarf Bennie að fá í lið með sér fjárhættuspilarann og svindlarann Connor Watts sem óhætt er að segja að sé ekki traustsins verður. Áður en Bennie Chan getur fengið Connor Watts í lið með sér þarf hann að bjarga honum úr klóm rússnesku mafíunnar þar sem Connor hefur fengið dauðadóm fyrir að draga dóttur eins mafíuforingjans á tálar. Það tekst, en þegar Connor, sem vill alls ekki fara til Hong Kong, kveikir í vegabréfi Bennies neyðast þeir báðir til að fara landleiðina til baka, þar á meðal yfir Gobí-eyðimörkina og aðrar óbyggðir þar sem hætturnar leynast við hvert fótmál ...
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Gagnrýni notenda
Skráðu þig inn til að skrifa gagnrýni
InnskráEngar gagnrýnir ennþá. Vertu fyrstur til að skrifa gagnrýni!























