Náðu í appið
My Bloody Banjo

My Bloody Banjo (2015)

"Peltzer has an imaginary friend. Unfortunately for him, it's Ronnie!"

1 klst 22 mín2015

Peltzer Arbuckle er meinlaus skrifstofublók sem verður fyrir stanslausu einelti á vinnustað.

Deila:

Söguþráður

Peltzer Arbuckle er meinlaus skrifstofublók sem verður fyrir stanslausu einelti á vinnustað. Hann er niðurlægður af yfirmanni sínum, sem er með stórmennskubrjálæði, samstarfsfólki og kærustu sem heldur framhjá honum. Peltzer eyðir dögunum í eymd og volæði, fastur í eigin ömurlega hversdagsleika. Þegar fréttir af vandræðalegu kynferðislegu óhappi hans breiðast út um allan vinnustaðinn, þá ákveður Peltzer að hætta að sætta sig við þetta, og kallar fram í huga sinn ímyndaðan vin sinn úr barnæsku, Ronnie. Veröld Peltzer fer síðan öll á hvolf þegar Ronnie fær hann til að hefna sín á kvölurum sínum á viðurstyggilegan máta. Eftir því sem líkin hrannast upp, þá þarf Peltzer að ákveða hvort hann ætlar að flýja fortíð sína eða taka stjórn á eigin framtíð, en flakkar á sama tíma á milli heilbrigðis og geðsýki.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Liam Regan
Liam ReganLeikstjórif. -0001

Framleiðendur

Refuse Films