Náðu í appið
Sjöundi dvergurinn

Sjöundi dvergurinn (2014)

7undi dvergurinn, The Seventh Dwarf

"Sjö hetjur, sjö sinnum skemmtilegra."

1 klst 27 mín2014

Hin illa norn Dellamorta lagði bölvun á Rose prinsessu þegar hún var barn að aldri.

Rotten Tomatoes25%
Metacritic20
Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð

Hvar má horfa

Leiga
Stöð 2Síminn

Söguþráður

Hin illa norn Dellamorta lagði bölvun á Rose prinsessu þegar hún var barn að aldri. Rose verður stungin í fingurinn af hvössum hlut áður en hún nær 18 ára aldri, og hún og allur kastalinn munu detta í 100 ára langan svefn, nema hún verði kysst af manni sem elskar hana af heilum hug. Kvöldið fyrir afmælisdaginn hennar þá sendir hún kærasta sinn Jack til dverganna sjö, sem búa handan fjallanna sjö, í felur, þar til hún verður orðin 18 ára gömul. Til allrar óhamingju villist hann og lendir í klónum á drekanum Burner, sem Dellamorta á. Í afmælisveislunni þá stingur Rose sig óvart í fingurinn þegar yngsti dvergurinn Bobo er óvart með álaganál á sér, og hún og allir aðrir falla í dauðadá, nema dvergarnir. Nú þurfa þeir að bjarga málunum, og finna Jack, til að hann geti kysst hana og vakið konungsríkið af svefni.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Boris Aljinovic
Boris AljinovicLeikstjórif. -0001
Harald Siepermann
Harald SiepermannLeikstjórif. -0001
Otto Waalkes
Otto WaalkesHandritshöfundurf. -0001

Framleiðendur

Erfttal FilmDE
Zipfelmützen GmbH & Co. KG