Børning (2014)
The Fast
"Að tala saman gerir ekkert gagn."
Hér segir frá bílapartasalanum og bílaáhugamanninum Roy sem elskar kappakstur og er sjálfur liðtækur á því sviði.
Bönnuð innan 9 ára
BlótsyrðiSöguþráður
Hér segir frá bílapartasalanum og bílaáhugamanninum Roy sem elskar kappakstur og er sjálfur liðtækur á því sviði. Þegar gamall andstæðingur hans skorar hann á hólm í kappakstur frá Osló til nyrsta hluta Noregs, um 2000 kílómetra leið, getur hann ekki annað en tekið áskoruninni, þó ekki væri nema til að halda andlitinu gagnvart öðrum í bransanum. Með í för er síðan dóttir hans, Sylvia, en á milli þeirra feðgina hefur verið frekar stirt samband að undanförnu. Eftir undirbúning hefst svo kappaksturinn norður eftir endilöngu landinu.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar

Aðrar myndir

Framleiðendur

Verðlaun
Børning hlaut norsku Amanda-kvikmyndaverðlaunin sem besta mynd ársins 2014







