Opening Night (2016)
"Fer sýningin ekki að byrja?"
Nick er framleiðslustjóri í leikhúsi á Broadway en hann var sjálfur á árum áður upprennandi stjarna áður en ferill hans brann út.
Bönnuð innan 12 ára
Kynlíf
BlótsyrðiSöguþráður
Nick er framleiðslustjóri í leikhúsi á Broadway en hann var sjálfur á árum áður upprennandi stjarna áður en ferill hans brann út. Í kvöld fær hann um nóg að hugsa því frumsýning á verkinu One Hit Wonderland stendur fyrir dyrum þar sem aðalstjarnan er ‘N Sync-meðlimurinn J.C. Chasez. Í mörg horn er að líta en aðalvandinn felst í að hafa hemil á öllum sem leika í sýningunni, þar á meðal á fyrrverandi unnustu Nicks sem getur gert hann gráhærðan með útlistunum sínum á sambandi þeirra í allra manna áheyrn. Auk hennar eru margar prímadonnur á svæðinu, af báðum kynjum, og það krefst mikillar þolinmæði og sjálfstjórnar að sinna þeim án þess að missa kúlið. Er Nick vandanum vaxinn? Sýningin er jú alveg að byrja ...
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar













