Náðu í appið
Öllum leyfð

Gaston Lagaffe 2018

(Viggó viðutan)

Viggó gerir allt vitlaust

90 MÍNFranska

Fyndin og fjörug mynd um ævintýraleg uppátæki Viggós viðutan sem belgíski teiknarinn André Franquin skapaði árið 1957 og hefur æ síðan notið ómældra vinsælda allra húmorista. Viggó viðutan er ein eftirminnilegasta persóna teiknibókmenntanna en hann vinnur á sama stað og blaðamaðurinn Valur úr bókunum um Sval og Val, en þá félaga hafði André Franquin... Lesa meira

Fyndin og fjörug mynd um ævintýraleg uppátæki Viggós viðutan sem belgíski teiknarinn André Franquin skapaði árið 1957 og hefur æ síðan notið ómældra vinsælda allra húmorista. Viggó viðutan er ein eftirminnilegasta persóna teiknibókmenntanna en hann vinnur á sama stað og blaðamaðurinn Valur úr bókunum um Sval og Val, en þá félaga hafði André Franquin skapað áður en Viggó kom til sögunnar. Hér er reynt að fanga anda ævintýranna um Viggó sem eins og flestir vita er stöðugt að finna upp alls konar hluti sem eiga að létta samstarfsfólki hans lífið en gera yfirleitt hið gagnstæða ...... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn