Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Wishmaster 1997

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 29. janúar 1999

Be careful what you wish for.

90 MÍNEnska

Í upphafi tíma, þá skapaði Guð ljós í alheiminn: ljósið gat af sér engla, mennirnir fengu Jörðina og eldinn fengu djin, skepnur sem voru dæmdar til að dvelja í tóminu á milli heima. Sá sem vekur upp djin fær þrjár óskir. Þegar þriðja óskin hefur verið veitt, þá losnar úr læðingi her vanheilagra djin skepna, í gegnum dyrnar á milli heimanna. Árið... Lesa meira

Í upphafi tíma, þá skapaði Guð ljós í alheiminn: ljósið gat af sér engla, mennirnir fengu Jörðina og eldinn fengu djin, skepnur sem voru dæmdar til að dvelja í tóminu á milli heima. Sá sem vekur upp djin fær þrjár óskir. Þegar þriðja óskin hefur verið veitt, þá losnar úr læðingi her vanheilagra djin skepna, í gegnum dyrnar á milli heimanna. Árið 1127 eftir Krist, í Persíu, er uppi seiðkarl sem fangar kraftmikinn Djinn í steini heilags elds. Í nútímanum, missir drukkinn kranabílstjóri dýrmæta styttur af Ahura MAzda á aðstoðarmann Raymond Beaumont við höfnina, og einn verkamannanna finnur risastóran og verðmætan rauðan opal stein þar sem Djin er fastur inni í. Alexandra Amberson, sem vinnur í uppboðshúsi, fær steininn til verðmats og vekur fyrir slysni upp Djin. Hin illa vera sleppur síðar, og hleður sálum fólks í steininn og elur þær á ótta þeirra, á meðan hún eltir Alexandra til að neyða hana til að óska sér þrisvar og leysa þar með úr læðingi her illra afla á Jörðu. ... minna

Aðalleikarar


Ókei. Þetta er þokkalega fyrirsjáanleg mynd um einhvern undirheima anda sem reynir að fá einhverja stelpu til að óska sér þrisvar svo að hann geti ráðið heiminum. Fínar tæknibrellur en á hinn bóginn voru fá spennandi atriði í myndinni og á milli þeirra var hún vægast sagt frekar langdregin. Byrjunaratriðið er besta atriðið í myndinni og einu skemmtilegu leikararnir voru Robert Englund og Tony Todd. Það er ekki eyðandi orðum á leikstjórnina enda snerti meistari Wes Craven hana ekki og ekki skil ég hvers vegna nafn hans er letrað stórum stöfum á coverið. En samt er þetta ágæt mynd sem maður er til í að stinga í vídeótækið ef mann langar í hrylling.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ein allra lélegasta hryllingsmynd sem komið hefur í langan tíma. Söguþráðurinn er í stuttu máli að forn andi sem getur opnað hlið milli heims hinna lifandi og annars heims sem er fullur af illum verum er leystur úr læðingi og til þess að geta opnað hliðað þarf hann að fá manneskjuna sem vakti hann til að óska sér þrisvar. Myndin er svo illa leikin að það hefði vart verið hægt að gera verr þó fólkið hefði verið að reyna það. Handritið er líka alveg sorglegt. Einhvern vegin er Wes Craven bendlaður við þessa mynd en ég get ekki ímyndað mér að hann hafi komið mikið nálægt henni. Forðist þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn