Náðu í appið
The Spy Who Dumped Me

The Spy Who Dumped Me (2018)

"Minimum Experience. Maximum Damage."

1 klst 56 mín2018

Vinkonurnar Morgan og Audrey ákveða að fara til Evrópu og slaka á eftir að unnusti Audrey segir henni upp.

Rotten Tomatoes49%
Metacritic52
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Vinkonurnar Morgan og Audrey ákveða að fara til Evrópu og slaka á eftir að unnusti Audrey segir henni upp. En áður en þær leggja í hann komast þær að því í gegnum dularfulla en vinsamlega menn sem yfirheyra Audrey að unnustinn fyrrverandi er í raun njósnari. Audrey vissi auðvitað ekkert um það og hefur ekki hugmynd um hvar hann er niðurkominn. Hún verður því afar hissa þegar sá fyrrverandi dúkkar upp í íbúðinni hennar og það sem verra er, að hann skuli vera með leigumorðingja á hælunum. Þar með verður hún einnig skotmark leigumorðingjans og það er með naumindum að henni og Morgan takist að sleppa upp í flugvél og fara í hina fyrirhuguðu ferð til Evrópu. Vandamálið er að leigumorðingjar geta líka farið til Evrópu og áður en þær vinkonur ná að taka upp úr töskunum eiga þær fótum fjör að launa. Tekst þeim að snúa aðstæðunum sér í vil?

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Susanna Fogel
Susanna FogelLeikstjórif. -0001
David Iserson
David IsersonHandritshöfundurf. -0001

Framleiðendur

Imagine EntertainmentUS
LionsgateUS