Náðu í appið
Holmes and Watson

Holmes and Watson (2018)

"Engin lausn er of langsótt"

1 klst 29 mín2018

Þeir Sherlock Holmes og hinn sauðtryggi aðstoðarmaður hans, læknirinn John Watson, fá til rannsóknar morð sem er ekki búið að fremja og að sjálfsögðu er...

Rotten Tomatoes10%
Metacritic24
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:VímuefniVímuefniHræðslaHræðslaBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Þeir Sherlock Holmes og hinn sauðtryggi aðstoðarmaður hans, læknirinn John Watson, fá til rannsóknar morð sem er ekki búið að fremja og að sjálfsögðu er það prófessor Moriarty, erkióvinur Holmes, sem stendur að baki þeim óskunda. Leysa þeir málið í tíma? Sú sem prófessor Moriarty hyggst myrða er engin önnur en Viktoría Bretadrottning sem á þar með ekki annan kost í stöðunni en að leita á náðir Sherlocks og fá hann til að leysa málið og koma í veg fyrir morðið á sér. Það reynist hins vegar hægara sagt en gert auk þess sem þeir Sherlock og Watson eiga það til að taka verulega vanhugsuð hliðarspor sem oftast leiða þá í hinar mestu ógöngur ...

Aðalleikarar

Vissir þú?

Holmes & Watson er önnur bíómyndin sem Etan Cohen leikstýrir en sú fyrri var Get Hard sem einnig var með Will Ferrell í öðru aðal- hlutverkinu. Etan á einnig að baki nokkur handrit, t.d. handrit uppáhaldsmyndar margra, Tropic Thunder sem Ben Stiller leikstýrði 2008. Etan skrifar svo einnig handritið að Holmes & Watson.

Höfundar og leikstjórar

Etan Cohen
Etan CohenLeikstjórif. -0001

Aðrar myndir

Arthur Conan Doyle
Arthur Conan DoyleHandritshöfundurf. 1859

Framleiðendur

Columbia PicturesUS
Mimran Schur PicturesUS
Gary Sanchez ProductionsUS
Mosaic Media GroupUS

Verðlaun

🏆

Tilnefnd til sex Razzie-verðlauna og hlaut fern.