Náðu í appið
The Miracle Season

The Miracle Season (2018)

"Every Point Every Game Every Match Was For Her"

1 klst 41 mín2018

Sannsöguleg mynd um kvennablaklið West High-menntaskólans í Iowaborg í Iowa-ríki sem varð fyrir þeirri blóðtöku í ágúst 2011 að fyrirliði þeirra og besti og vinsælasti...

Rotten Tomatoes53%
Metacritic44
Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð

Hvar má horfa

Leiga
Stöð 2Síminn

Söguþráður

Sannsöguleg mynd um kvennablaklið West High-menntaskólans í Iowaborg í Iowa-ríki sem varð fyrir þeirri blóðtöku í ágúst 2011 að fyrirliði þeirra og besti og vinsælasti leikmaðurinn, Caroline „Line“ Found, lét lífið í hörmulegu umferðarslysi sem um leið svipti hinar stúlkurnar allri leikgleði. The Trojans, eins og kvennablaklið West High-skólans var nefnt, hafði unnið ríkismeistaratitilinn veturinn á undan og þegar Line dó var stutt í að keppnin hæfist að nýju. Nokkrar af liðsfélögum hennar urðu fyrir svo miklu áfalli að þær gátu ekki mætt til leiks og það kom í hlut þjálfara þeirra, Kathy Bresnahan, að stappa í þær stálinu. Það sem síðan gerðist vakti gríðarlega athygli um gervöll Bandaríkin og hefur keppnisárið 2011–2012 síðan verið nefnt „The Miracle Season“ í Iowa-ríki ...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Sean McNamara
Sean McNamaraLeikstjórif. -0001
David Aaron Cohen
David Aaron CohenHandritshöfundur
Elissa Matsueda
Elissa MatsuedaHandritshöfundurf. -0001

Framleiðendur

Apex EntertainmentUS
LD EntertainmentUS