Kin (2018)
"All He Needed Was a Way Out"
Kin segir frá ungum ættleiddum dreng, Eli, sem í leit að málmum sem hann getur notað rekst fyrir tilviljun á einhvers konar frosinn neðanjarðarklefa sem...
Bönnuð innan 12 ára
Ofbeldi
HræðslaSöguþráður
Kin segir frá ungum ættleiddum dreng, Eli, sem í leit að málmum sem hann getur notað rekst fyrir tilviljun á einhvers konar frosinn neðanjarðarklefa sem er fullur af líkömum vera sem virðast ekki af þessum heimi. Þar finnur hann einnig einhvers konar byssu sem lítur út fyrir að vera framtíðarútgáfa af riffli. Þegar eitt af „líkunum“ byrjar skyndilega að hreyfa sig flýr Eli af staðnum en tekur byssuna með. Eldri stjúpbróðir Elis, Jimmy, er nýkominn úr fangelsi eftir að hafa afplánað sex ára dóm fyrir vopnað rán. Hann er staðráðinn í að snúa baki við glæpum en á við þann vanda að stríða að glæpaforinginn Taylor telur hann skulda sér 25 þúsund dollara og krefst þess að fá þá borgaða ekki mikið seinna en strax. Við því getur Jimmy ekki orðið, en þegar Taylor og menn hans búa sig undir að berja hann til óbóta birtist Eli með byssuna og skýtur af henni í fyrsta skipti. Í ljós kemur að byssan er miklu meira en byssa, hún er sannkallað gereyðingarvopn sem má alls ekki falla í hendur manna eins og Taylors. Þeir Eli og Jimmy leggja á flótta ásamt dansaranum Milly sem hafði unnið hjá Taylor og áður en þau vita af er lögreglan komin á hæla þeirra líka. Staðan virðist vonlaus og ekki batnar hún þegar verurnar sem eiga byssuna mæta á svæðið. En hér er ekki allt sem sýnist ...
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Gagnrýni notenda
Skráðu þig inn til að skrifa gagnrýni
InnskráEngar gagnrýnir ennþá. Vertu fyrstur til að skrifa gagnrýni!
Framleiðendur



























