Náðu í appið
Gud taler ud

Gud taler ud (2017)

Word of God

"Uppgjör uppgjöranna"

1 klst 48 mín2017

Gud taler ud er byggð á samnefndri sjálfsævisögu rithöfundarins og leikritaskáldsins Jens Blendstrup sem kom út árið 2004 og segir frá afar sérstökum uppvaxtarárum hans...

Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:BlótsyrðiBlótsyrði

Hvar má horfa

Leiga
Stöð 2

Söguþráður

Gud taler ud er byggð á samnefndri sjálfsævisögu rithöfundarins og leikritaskáldsins Jens Blendstrup sem kom út árið 2004 og segir frá afar sérstökum uppvaxtarárum hans í Árósum á níunda áratug síðustu aldar. Jens Blendstrup fæddist árið 1968 í úthverfinu Risskov í norðanverðum Árósum og er yngstur þriggja bræðra. Uppvaxtarsaga hans og bræðra hans einkenndist af yfirráðum föður þeirra, sálfræðingsins Uffe sem var sannarlega ekki eins og fólk var flest og sagðist m.a. vera guð. Allt þurfti að vera eftir hans höfði á heimilinu og átti móðir drengjanna fullt í fangi með að halda því saman í heilu lagi enda voru bræðurnir ákveðnir í að yfirgefa það við fyrsta tækifæri. Og þegar Uffe fékk síðan ærna ástæðu til að skrifa æviminningar sínar fór allt úr böndunum ...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Bo Hr. Hansen
Bo Hr. HansenHandritshöfundurf. -0001

Framleiðendur

Toolbox FilmDK

Verðlaun

🏆

Gud taler ud var tilnefnd til Bodil-verðlaunanna fyrir leik Lisu Nilson og til fimm Robert-verðlauna, þ.e. fyrir handrit, sviðsetningu, búninga, förðun og tónlist.