Christmas All Over Again (2016)
"Jólin koma – aftur og aftur"
Þegar Eddie vaknar á jóladagsmorgun drífur hann sig strax inn í stofu til að opna jólapakkana sína eins og hann hefur alltaf gert.
Öllum leyfðSöguþráður
Þegar Eddie vaknar á jóladagsmorgun drífur hann sig strax inn í stofu til að opna jólapakkana sína eins og hann hefur alltaf gert. Hann verður því fyrir miklum vonbrigðum þegar hann uppgötvar að í ár fær hann engar gjafir. Eddie óskar sér því að hann geti vaknað aftur sama morguninn og tekið upp pakkana eins og hann hefur vanist að gera frá unga aldri. Fyrir töfra rætist ósk hans, eða a.m.k. að hluta til, því næsta morgun vaknar hann aftur á jóladagsmorgun. Hins vegar breytist það ekki að pakkana vantar og því verða vonbrigðin þau sömu og áður. Það sem er verra er að upp frá þessu vaknar hann alltaf upp á þessum sama jóladegi og alltaf án þess að fá pakka. Hvað getur hann gert til að aflétta þessum álögum?
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar


Myndir
Plaköt
Framleiðendur












