Náðu í appið
Madonna and the Breakfast Club

Madonna and the Breakfast Club (2018)

"The Bands before the Breakthrough"

1 klst 27 mín2018

Leikin heimildarmynd eftir Guy Guido þar sem fjallað er um hljómsveitina The Breakfast Club í upphafi níunda áratugarins þegar Madonna var einn af meðlimum hennar...

Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð

Hvar má horfa

Leiga
Stöð 2Síminn

Söguþráður

Leikin heimildarmynd eftir Guy Guido þar sem fjallað er um hljómsveitina The Breakfast Club í upphafi níunda áratugarins þegar Madonna var einn af meðlimum hennar og dró enga dul á þá áætlun sína að verða heimsfræg. Í þessari merkilegu mynd er farin sú leið að blanda saman leiknum atriðum og viðtölum við þá sem voru í The Breakfast Club með Madonnu á sínum tíma, en hljómsveitin samanstóð af þeim Angie Smit og Gilroy-bræðrunum Dan og Ed auk Madonnu sem spilaði á trommur. Dan var á þessum tíma unnusti Madonnu og kenndi henni m.a. fyrstu gítargripin. Sveitin, sem var stofnuð 1979 og átti síðar, þ.e. árið 1987, eftir að ná nokkrum vinsældum, m.a. með smellinum Right on Track, spilaði víða í New York á árinu 1980 án teljandi árangurs og svo fór að Madonna yfirgaf hana til að stofna hljómsveitina Emmy and the Emmys ásamt Mark Frazier. Skömmu síðar, eða árið 1983, sló Madonna síðan í gegn með sinni fyrstu plötu ...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Guy Guido
Guy GuidoLeikstjórif. -0001