Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Wild Things 1998

Frumsýnd: 12. júní 1998

They're dying to play with you.

108 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 64% Critics
The Movies database einkunn 52
/100
Matt Dillon, Denise Richards og Neve Campbell fengu MTV verðlaunin fyrir besta kossinn í bíómynd.

Í suðurhluta Flórída í Bandaríkjunum, er ráðgjafi í menntaskóla sakaður um nauðgun af stjórnsamri ríkri stúlku, og hjóhýsahyskis-vinkonu hennar. Lögrelgan sem rannsakar málið byrjar að gruna þær um samsæri og fer að kanna flókinn og kræklóttan vef grægði og svika, til að komast að sannleikanum.

Aðalleikarar


Wild things er erótísk samkamálamynd.

Mér finnst hún ekki góð hélt að þetta væri mynd um tvær stelpur Neve Campbell og Deinse Richards sem höfðu báðar verið nauðgað af kennaranum sínum og það væri verið að sýna hvernig þær takast á við það og vilja hefnd.

Þannig var fjallað um myndina og það lofaði góðu en svo var verið eitthvað að reyna að gera myndina líka Tarantino sem misheppnaðist og gekk ekki upp.

Leikurinn var ekkert sérlega góður og það er fátt sem virkar en reyndar þáa voru þetta mikil vonbrigði og kannski þess vegna er ég að gagnrýna hana svona mikið en

varúð hér gætu leynst spoilerar.

Myndin fjallar um námsráðgjafa Sam Lombardo(Matt Dillon)sem er kærður fyrir nauðgun að því að hann vildi ekki sofa hjá nemanda sínum Kelly(Richards)og svo kemur önnur stelpa Suzie(Campbell)sem kærir hann líka fyrir sama brot.

Lögerglu maður einn leikinn af Kevin Bacon fer að rannsaka málið og kemst að því að það er ekki allt með feldu og að Sam,Suzie og Kelly eru saman í þessu til þess græða margar milljónir á kostanð mömmu Kellyar sem er rík tík með því að sanna sakleysi Sams þá fær hann skaðabætur frá mömmunni.

Löggan(sem er reyndar ekki alveg aðalpersónan) flækist svo óvænt í þetta.

Svo er engum að treysta og allir vilja fá peningana og svo fara einhverjir að deyja og allt fer úrskeiðis eða hvað......

Stór leikarinn Bill Murray leikur aukahlutverk sem lögfræðingur Sams.

Myndin gengur ekki alveg vel upp og er svolítið öðruvísi sem má deila um hvort það er gott eða slæmt.

Þetta er týpisk B mynd en með svolítið óvæntri stefnu.

Ekki mynd fyrir alla og svo sannarlega ekki fyrir mig.

Get ekki mælt með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Argasta snilld og segir frá námsráðgjafanum Sam Lombardo(Matt Dillon)sem er búsettur í smábænum Blue bay í Flórída. Skyndilega er hann kærður fyrir nauðgun á tveimur kvenkyns nemendum sínum þeim Suzie Toller(Neve Campbell) og Kelly van Ryan(Denise Richards)en fleira býr að baki en sýndist í fyrstu. Þessi mynd Wild things hefur að mínu mati nánast allt sem frábær mynd þarf að hafa, hún er stýlísk og ófyrirsjáanleg, frumleg og svöl. Allir leikararnir standa sig frábærlega og þá sérstaklega Neve Campbell sem mér finnst vera mjög vanmetin leikkona. Wild things er bara óaðfinnanleg í alla staði og verður hún bara betri og betri eftir því oftar sem ég horfi á hana. Þú bara verður að sjá þessa mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ágætis mynd með tonn af góðum leikurum en myndin skortir algjöra glóru. Myndin bara makes no sense! Ekkert í myndinni er fyrir ástæðu og ekkert kom að óavrt sem fyrir mig er risa vandamál fyrir kvikmynd. En myndin inniheldur risastórt betrayal plot og er gaman að því. Matt Dillon leikur kennara í Blue Bay sem er ákærður fyrir nauðgun á nemanda einum leikin af Denise Richards og svo líka af öðrum nemanda leikin af Neve Campell. Eftir stór réttarhöld breytast aðstæður hjá öllum sem enginn sá fyrir sig. (Nema ég. Kanski aðrir líka?). En myndin er skemmtileg í heild og virkaði sem sakamála mynd af skrítnustu gerð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mjög góð spennumynd. Góður söguþráður og leikur vel yfir meðallagi. Baconið og Dillon skila báðir sínu mjög vel. Plottið í myndinni er mjög gott og endirinn kemur á óvart. Góða skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

25.08.2014

Carell drungalegur í Foxcatcher

Leikarinn Steve Carell er drungalegur í hlutverki milljarðamæringsins John du Pont á nýju plakati fyrir myndina Foxcatcher í leikstjórn Bennett Miller. Í myndinni vingast du Pont við bræðurna og ólympísku glímukappan...

19.05.2014

Steve Carell aldrei verið betri

Gamanleikarinn Steve Carell er óþekkjanlegur í nýjasta hlutverki sínu í myndinni Foxcatcher, en þar leikur Carell hlutverk milljarðamæringsins John du Pont, erfingja hins þekkta duPont veldis, sem vingast við bræðurna...

27.08.2013

Carell er óþekkjanlegur morðingi

Gamanleikarinn Steve Carell er óþekkjanlegur í nýjasta hlutverki sínu í myndinni Foxcatcher, en þar leikur Carell hlutverk milljarðamæringsins John du Pont, erfingja hins þekkta duPont veldis, sem vingast við bræðurna og...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn