Náðu í appið
Rocketman

Rocketman (2019)

"The Only Way To Tell His Story Is To Live His Fantasy."

2 klst 1 mín2019

Elton John þarf engrar kynningar við enda hefur hann trónað á toppnum í popptónlistinni allar götur frá því hann sló fyrst í gegn árið 1970 með lagi sínu Your Song.

Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiKynlífKynlífVímuefniVímuefniHræðslaHræðslaFordómarFordómarBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Elton John þarf engrar kynningar við enda hefur hann trónað á toppnum í popptónlistinni allar götur frá því hann sló fyrst í gegn árið 1970 með lagi sínu Your Song. En tónlistarsaga hans nær mun lengra aftur í tímann en það og í þessari mynd leikstjórans Dexters Fletcher er farið yfir feril hans frá byrjun. Sir Elton Hercules John, eða Reginald Kenneth Dwight eins og hann hét áður en hann breytti nafni sínu á sjöunda áratug síðustu aldar (og bætti síðan við millinafninu Hercules), fæddist í Pinner Í Middlesex 25. mars 1947 og er því nýorðinn 72 ára. Í myndinni er lögð áhersla á að segja frá æsku hans og uppvexti, fyrstu skrefum hans í tónlistinni og þeim umbreytingum sem urðu á lagasmíðum hans þegar hann og ljóðskáldið og textahöfundurinn Bernie Taupin voru fyrir tilviljun leiddir saman árið 1967. Við fylgjum síðan sögu hans og fólksins í kringum hann allt til heimsfrægðar og fáum að sjálfsögðu að heyra mörg af hans þekktustu lögum sem gerðu hann að þeirri súperstjörnu sem hann hefur verið upp frá því.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Lee Hall
Lee HallHandritshöfundur

Framleiðendur

Paramount PicturesUS
New Republic PicturesUS
MarvGB
Rocket PicturesGB
Lawrence Bender ProductionsUS

Verðlaun

🏆

Elton John og Bernie Taupin fengu Óskarsverðlaun og Golden Globe fyrir besta lag í kvikmynd fyrir I'm Gonna Love Me Again. Taron Egerton fékk Golden Globe fyrir leik.