Náðu í appið
Hounds of Love

Hounds of Love (2016)

"Have you seen this girl?"

1 klst 48 mín2016

Vicki Maloney er ung kona sem eftir að hafa lent í rifrildi við móður sína fer í fússi út og setur stefnuna á samkvæmi með vinum í nágrenninu.

Rotten Tomatoes88%
Metacritic73
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiHræðslaHræðsla

Söguþráður

Vicki Maloney er ung kona sem eftir að hafa lent í rifrildi við móður sína fer í fússi út og setur stefnuna á samkvæmi með vinum í nágrenninu. Á leiðinni þangað er henni boðið far af vinalegu fólki, John og Evelyn, sem reynast þó úlfar í sauðargæru þegar á reynir og í raun snarbilaðir mannræningjar. Þeim John og Evelyn tekst sem sagt að ræna Vicki og hlekkja hana fasta í húsi þar sem þau byrja að ganga í skrokk á henni og svívirða. Vicki verður fljótlega ljóst að henni verður ekki bjargað og ef henni tekst ekki að sleppa úr prísundinni upp á eigin spýtur mun hún enda með því að þau John og Evelyn myrða hana. Á sama tíma hefur móðir hennar örvæntingarfulla leit að henni en á erfitt með að fá lögregluna í lið með sér þar sem svo skammur tími er liðinn frá hinu meinta hvarfi ...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Ben Young
Ben YoungLeikstjórif. -0001

Aðrar myndir

Framleiðendur

Factor 30 FilmsAU

Verðlaun

🏆

Hounds of Love hefur hlotið mörg verðlaun og viðurkenningar og var tilnefnd til níu verðlauna á Áströlsku kvikmyndahátíðinni þar sem Emma Booth hlaut verðlaunin fyrir besta leik í aðalhlutverki kvenna.