Að synda eða sökkva (2018)
Le grand bain
"Mundu bara eftir að anda"
Hér segir af átta körlum sem eru að nálgast miðjan aldur og eiga hver fyrir sig við ýmiskonar tilvistarkreppu að stríða, bæði sem tengist einkalífinu og framabrautinni.
Bönnuð innan 12 ára
Vímuefni
Fordómar
BlótsyrðiSöguþráður
Hér segir af átta körlum sem eru að nálgast miðjan aldur og eiga hver fyrir sig við ýmiskonar tilvistarkreppu að stríða, bæði sem tengist einkalífinu og framabrautinni. Fyrir tilviljun liggja leiðir þeirra saman í sundi þar sem sú hugmynd kviknar að þeir fari að æfa svokallað samhæft sund undir stjórn tveggja afrekskvenna í íþróttinni, en hún hefur hingað til verið talin „kvennaíþrótt“. Þrátt fyrir efasemdir og byrjunarörðugleika fara karlarnir átta brátt að finna sig í svamlinu og um leið og þeir verða sífellt betri í því fáum við að kynnast hverjum og einum þeirra nánar, vandamálunum sem þeir glíma við og ekki síst hvað það var sem leiddi þá saman í sundhöllinni.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar

Aðrar myndir


Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur





Verðlaun
Hún hlaut tíu tilnefningar til frönsku César-kvikmyndaverðlaunanna, þ. á m. sem besta mynd ársins.













