Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Vissir þú
Til að lágmarka kostnað þá var framleiðslan ótryggð og leikararnir framkvæmdu eigin áhættuatriði. Jon Voight klifraði sjálfur upp klettinn.
Banjóatriðið fræga var fyrsta atriðið sem tekið var upp. Myndin var að öðru leyti tekin upp í réttri röð.
Geggjuð mynd!!
Deliverance er án efa ein af mínum uppáhalds myndum! Hún er yndislega spennandi,ótrúlega flott mynd með frábærum leikurum,Jon Voight,Burt Reynolds,Ronnie Cox, og að ógleymdum Ned Beatty greyinu;) ...svo náttúrulega toppar hinn myndarlegi Billy Redden þetta með 'Dueling Banjos' þá fyrst fékk ég að fá gæsahúð! En í smáatriðum fjallar myndin um félaga sem fara í river-rafting ferð í Bandaríkjunum en fá miklu meira út úr þessari ferð þar sem þeir hitta stórhættulega hill-billy's sem meðal annars nauðga einum félaganum. Þessi mynd er frá 1972,sem er hreint ótrúlegt!!! 10/10
Deliverance er án efa ein af mínum uppáhalds myndum! Hún er yndislega spennandi,ótrúlega flott mynd með frábærum leikurum,Jon Voight,Burt Reynolds,Ronnie Cox, og að ógleymdum Ned Beatty greyinu;) ...svo náttúrulega toppar hinn myndarlegi Billy Redden þetta með 'Dueling Banjos' þá fyrst fékk ég að fá gæsahúð! En í smáatriðum fjallar myndin um félaga sem fara í river-rafting ferð í Bandaríkjunum en fá miklu meira út úr þessari ferð þar sem þeir hitta stórhættulega hill-billy's sem meðal annars nauðga einum félaganum. Þessi mynd er frá 1972,sem er hreint ótrúlegt!!! 10/10
Hér er á ferðinni mjög góð mynd með Jon Voight og Burt Reynolds sem leika þetta snilldarlega. En myndin er um nokkra vini sem fara einhvert upp í sveit. Þeir fara á einhvert fljót og lenda þar í mörgum ævintýrum. Ég mæli með Deliverance.
Þetta er snilldarmynd sem allir sannir kvikmyndaáhugamenn ættu að sjá, ef ég má kvóta í félagsgagnrýnendur mína.
Banjóatriðið með stráknum á nú eitt og sér fimm stjörnur skilið en myndin sjálf tíu!
Og munið að út í sveit viljið þið ekki heyra orðin Squeal like a pig!
Þessi frábæra mynd er einfaldlega skylduáhorf fyrir alla unnendur góðra kvikmynda. Myndataka, leikur og handrit skapa spennuþrungið andrúmsloft sem seint verður leikið eftir. Burt Reynolds og Jon Voight í sínum langbestu hlutverkum. Banjóatriðið er eitt af þeim minnisstæðari í kvikmyndasögunni.
Mjög góð mynd, svolítið drungaleg. Sveitaliðið alveg sérstaklega óhugnalegt. Hérna er Burt gamli Reynolds ungur og flottur og hefur á þessum árum haft einhvern metnað. Hann sýnir fínan leik hér en eftir þessa mynd hallaði undan fæti og hann hefur leikið í ótal ruslmyndum síðan. Hefur að vísu verið að sækja á núna á gamals aldri. Jon Voight á stórleik í þessari mynd en á seinni árum er hann ekki eins vandlátur á hlutverk. Eini mínusinn við þessa mynd er að hún hefur elst frekar illa. En ég mæli með henni við alla kvikmyndaunnendur...