Maze
2017
The shocking story of the biggest prison break in Europe since WWII.
92 MÍNEnska
41% Critics
46% Audience Þann 25. september 1983 tókst 38 föngum sem dvöldu í Maze-öryggisfangelsinu
á Norður-Írlandi að sleppa úr haldi og flýja. Þetta er fjölmennasti
fangaflótti sem átt hefur sér stað í Evrópu frá lokum síðari
heimsstyrjaldarinnar og í þessari vönduðu mynd er farið yfir hvað gerðist.
Maze-öryggisfangelsið var þannig byggt að ekki átti að vera hægt... Lesa meira
Þann 25. september 1983 tókst 38 föngum sem dvöldu í Maze-öryggisfangelsinu
á Norður-Írlandi að sleppa úr haldi og flýja. Þetta er fjölmennasti
fangaflótti sem átt hefur sér stað í Evrópu frá lokum síðari
heimsstyrjaldarinnar og í þessari vönduðu mynd er farið yfir hvað gerðist.
Maze-öryggisfangelsið var þannig byggt að ekki átti að vera hægt að flýja úr
því. Þangað voru sendir karlar sem dæmdir höfðu verið fyrir valdbeitingu og
vopnaburð en áttu það líka sameiginlegt að vera taldir hliðhollir hryðjuverkaarmi
IRA og til alls vísir í þeim efnum. Það varð því heldur betur uppi fótur og fit þegar
38 þeirra tókst að flýja og í gang fór einhver umfangsmesta aðgerð í sögu breskra
lögregluyfirvalda við að hafa hendur í hári þeirra á ný. Um leið olli málið miklum
titringi í stjórnmálum Bretlandseyja því yfirmenn fangelsisins skelltu skuldinni á
nokkra breska stjórnmálamenn og sögðu að afskipti þeirra af innanhússmálum
fangelsisins og tengsl við fangana hefðu lagt grunninn að flóttamöguleikanum ...... minna