Náðu í appið
Eric Clapton: Life in 12 Bars

Eric Clapton: Life in 12 Bars (2017)

"He loved The Blues, then he lived them."

2 klst 15 mín2017

Nýjasta heimildarmynd Óskarsverðlaunahafans Lili Fini Zanuck fjallar um líf og starf Erics Clapton allt frá æsku og fram yfir fyrri hluta ferils hans þegar hann átti m.a.

Rotten Tomatoes69%
Metacritic62
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:VímuefniVímuefniBlótsyrðiBlótsyrði

Hvar má horfa

Leiga
Stöð 2Síminn

Söguþráður

Nýjasta heimildarmynd Óskarsverðlaunahafans Lili Fini Zanuck fjallar um líf og starf Erics Clapton allt frá æsku og fram yfir fyrri hluta ferils hans þegar hann átti m.a. í harðri glímu við eiturlyfjafíkn og er ekkert dregið undan í þeim efnum. Myndin gefur einnig einstaka innsýn í einkalíf hans, bæði sorgir og gleði, enda var hún unnin með hans samþykki að öllu leyti. Eric Clapton er fyrir löngu orðinn goðsögn í lifanda lífi og er af flestum talinn einn allra besti gítarleikari sögunnar. Maðurinn og persónan á bak við gítarleikarann var mun umdeildari enda var hegðun hans síður en svo alltaf til fyrirmyndar fram að þeim kaflaskilum sem urðu í lífi hans í mars 1991 þegar fjögurra ára sonur hans, Conor, féll út um glugga á 53. hæð byggingar í New York og dó. Þá breyttist allt.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Lili Fini Zanuck
Lili Fini ZanuckLeikstjórif. -0001
Larry Yelen
Larry YelenHandritshöfundurf. -0001
Stephen 'Scooter' Weintraub
Stephen 'Scooter' WeintraubHandritshöfundurf. -0001

Framleiðendur

Passion PicturesGB