Náðu í appið
 After and After We Collided Double Feature

After and After We Collided Double Feature (2020)

3 klst 30 mín2020

Sambíóin Álfabakka verða með sérstaka tvöfalda sýningu á After og After We Collided fimmtudaginn 22.

IMDb5.7
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára

Hvar má horfa

Streymi
Netflix
Leiga
Síminn

Söguþráður

Sambíóin Álfabakka verða með sérstaka tvöfalda sýningu á After og After We Collided fimmtudaginn 22. október. Söguþráður After: Tessa er ung og ábyrg stúlka sem er nýbyrjuð í framhaldsskóla fjarri heimaslóðunum. Skömmu eftir að hafa komið sér fyrir á heimavistinni hittir hún Hardin Scott sem við fyrstu kynni virðist vera einn af þeim strákum sem Tessa ætti að halda sig fjarri. En þrátt fyrir framkomu hans er eitthvað við hann sem heillar Tessu og í gang fer atburðarás með afar óvæntri fléttu.... Söguþráður After We Collided: Tessa hefur öllu að tapa. Hardin hefur engu að tapa - nema henni. Eftir róstursama byrjun á sambandinu, þá er farið að ganga betur hjá þeim Tessu og Hardin. Tessa vissi að Hardin gæti verið grimmur, en þegar sláandi upplýsingar koma fram um uppruna sambands þeirra, og dularfulla fortíð Hardin, þá veit Tessa ekki hvað hún á að gera. Hardin mun ekki breytast. En er hann virkilega þessi djúpt hugsandi, umhyggjusami náungi sem Tessa varð brjálæðislega ástfangin af, eða hefur hann verið framandi og fjarlægur allan tímann. Hún vildi að hún gæti farið frá honum, en það er ekki svo auðvelt. ..

Aðalleikarar