Náðu í appið
Bönnuð innan 9 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Come Away 2020

94 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 29% Critics
The Movies database einkunn 40
/100

Myndin er upprunasaga Péturs Pan og Lísu í Undralandi. Hin átta ára gamla Alice, uppátækjasamur bróðir hennar Peter og hinn bráðsnjalli eldri bróðir þeirra David gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn, að sumarlagi í enskri sveitasælu. Foreldrar þeirra, Jack og Rose, hvetja þau til að halda þykjustu tepartí, berjast með sverðum og leika sjóræningja. Allt... Lesa meira

Myndin er upprunasaga Péturs Pan og Lísu í Undralandi. Hin átta ára gamla Alice, uppátækjasamur bróðir hennar Peter og hinn bráðsnjalli eldri bróðir þeirra David gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn, að sumarlagi í enskri sveitasælu. Foreldrar þeirra, Jack og Rose, hvetja þau til að halda þykjustu tepartí, berjast með sverðum og leika sjóræningja. Allt þetta fær þó skjótan endi þegar harmleikur á sér stað. Peter, sem vill hjálpa sorgmæddum foreldrum sínum sem einnig eiga í fjárhagserfiðleikum, fer til London með Alice þar sem þau reyna að selja dýrmætan erfðagrip í veðlánasjoppu. Þegar heim er komið leitar Alice að skjóli í töfrandi kanínuholu en Peter flýr raunveruleikann inn í töfraheim sem leiðtogi Lost Boys. ... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn