Náðu í appið
Mrs. Harris Goes to Paris

Mrs. Harris Goes to Paris (2022)

"Follow your dream"

1 klst 55 mín2022

Ný útgáfa af vinsælli sögu Paul Callico um ræstitækni á sjötta áratug tuttugustu aldarinnar í Lundúnum sem heillast af hátískufatnaði frá Christian Dior og ákveður...

Rotten Tomatoes94%
Metacritic70
Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð

Hvar má horfa

Söguþráður

Ný útgáfa af vinsælli sögu Paul Callico um ræstitækni á sjötta áratug tuttugustu aldarinnar í Lundúnum sem heillast af hátískufatnaði frá Christian Dior og ákveður að leggja allt undir til að eignast dressið.

Aðalleikarar

Vissir þú?

Í kvikmyndinni minnist Ada Harris á að hún elski Margréti prinsessu. Lesley Manville lék prinsessuna í sjónvarpsþáttunum The Crown.
Verðið á Dior kjólnum sem viðskiptavinur frú Harris borgar árið 1957, 500 sterlingspund, myndi vera þrettán þúsund pund á verði dagsins í dag, 2022.
Búdapest höfuðborg Ungverjalands var notuð sem tökustaður í nokkrum tilfellum en borginni svipar til Parísar hvað arkitektúrinn varðar, þröng steinlögð stræti og fallegar gamlar byggingar.
Rauði blæjubíllinn er af gerðinni Renault Caravelle cabriolet sem framleiddur var á árunum 1958 til 1968.
Lesley Manville (Mrs Harris) var gift Óskarsverðlaunaleikaranum Gary Oldman frá 1987 til 1990.
Fatahönnuðurinn Christian Dior lést af völdum hjartaáfalls 24. október árið 1957, sama ár og myndin á að gerast. Þó hann hafi aðeins verið 52 ára þegar hann dó leit hann út fyrir að vera miklu eldri, rétt eins og hann er sýndur í kvikmyndinni.

Höfundar og leikstjórar

Anthony Fabian
Anthony FabianLeikstjórif. -0001
Olivia Hetreed
Olivia HetreedHandritshöfundurf. -0001
Carroll Cartwright
Carroll CartwrightHandritshöfundurf. -0001

Framleiðendur

Superbe FilmsFR
Hero SquaredHU
Elysian FilmsGB
uMediaBE
Moonriver TVGB
National Film Institute HungaryHU