Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Vissir þú
Skjálfti er fyrsta kvikmynd leikstjórans Tinnu Hrafnsdóttur í fullri lengd. Hún byggist á bókinni Stóra skjálfta eftir Auði Jónsdóttur. Í henni rannsakar aðalpersónan sjálfa sig og eigið líf, eftir að hafa misst minnið að hluta til, og kemst að ýmsum leyndardómum sem fjölskylda hennar hefur reynt að þagga niður. Tinna hefur sagst tengja sjálf við margt í bókinni.
Kjarni sögunnar snýr því að umdeildu sálfræðilegu fyrirbæri sem kallast duldar minningar þó sagan taki ekki afstöðu með eða á móti tilvist þeirra.
Myndin var frumsýnd á Tallinn Black Nights Film Festival í Eistlandi.
Tinna segir í samtali við Morgunblaðið að hún noti hvíta litinn, rauða og gráa með mjög markvissum hætti í myndinni.
Leikstjóranum fannst mjög mikilvægt að leikkonan sem léki Sögu (Aníta Briem) væri móðir sjálf, því drifkraftur persónunnar væri barnið hennar. \"Það er lykillinn að því að hún nær að vinna sig út úr þeim aðstæðum sem hún er að kljást við. Að þekkja af eigin raun þá tilfinningu sem er sú sterkasta sem til er, móðurástina, var fyrir mér nauðsynleg forsenda fyrir því að leikkonan gæti túlkað Sögu. Móðurhlutverkinu fylgir líka ákveðin reynsla og þroski, sem ég vildi geta séð í andlitinu, augunum og sálinni.“