It Hatched (2021)
"A Nightmare is Born"
Ungt par, Mira og Pétur, ætla sér að opna gistihús úti á landi á Íslandi.
Deila:
Bönnuð innan 16 áraSöguþráður
Ungt par, Mira og Pétur, ætla sér að opna gistihús úti á landi á Íslandi. Þau búast við frið og ró en átta sig fljótlega á því að fornir illir djöflar lúra í kjallara hússins og ásækja þau í draumum þeirra. Í kjölfarið fer röð atburða af stað og Pétur fer að glíma við minnisleysi og Mira verpir eggi. Úr egginu kemur barn.
Aðalleikarar
Vissir þú?
It Hatched er að hluta til á ensku og að hluta til íslensku en hún er í grunninn skrifuð út frá íslenskri og skandinavískri þjóðsagnahefð. Óvætturin í myndinni, Mara, kemur fyrst fyrir í Ynglinga sögu. Lagið „Bíum, bíum bambaló“ kemur einnig fyrir og myndin gerist á rammgöldróttum slóðum fyrir vestan.
Það tók leikstjórann sjö ár að gera myndina.
Elvari Gunnarsson er auk þess að vera leikstjóri líka handritshöfundur, kvikmyndatökumaður og tónlistarframleiðandi að myndinni sem er hans fyrsta í fullri lengd.
Annar handritshöfunda myndarinnar, Magnús Ómarsson, var á sínum tíma betur þekktur sem glæparapparinn Móri.
Elvar segir það hafa reynst nokkuð snúið að finna leikara í hlutverk skrímslisins í myndinni þannig að úr varð að meðhöfundur hans, Móri, tók það að sér.
Höfundar og leikstjórar

Elvar GunnarssonLeikstjóri
Aðrar myndir

Magnús ÓmarssonHandritshöfundur

Ingimar SveinssonHandritshöfundur
Myndir
Plaköt
Framleiðendur
Hero ProductionsIS
Verðlaun
🏆
Keppti til verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Austin í Bandaríkjunum í flokkunum Dark Matters og Narrative Feature. Valin besta alþjóðlega myndin á Midwest Weird Fest hátíðinni í Wisconsin í Bandaríkjunum.











