Náðu í appið
DC League of Super-Pets

DC League of Super-Pets (2022)

DC Ofurgæludýrabandalagið

"Sit, Stay, Save the World."

1 klst 46 mín2022

Ofurhundurinn Krypto og Superman eru bestu vinir og algjörlega óaðskiljanlegir.

Rotten Tomatoes72%
Metacritic56
Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð

Hvar má horfa

Söguþráður

Ofurhundurinn Krypto og Superman eru bestu vinir og algjörlega óaðskiljanlegir. Þeir hafa báðir sömu ofurhæfileikana og berjast hlið við hlið gegn glæpum í Metropolis. En þegar Superman er rænt þarf Krypto á öllu sínu afli að halda til að hjálpa vini sínum og fær auk þess hjálp frá ofurhetjuvinum sínum.

Aðalleikarar

Vissir þú?

Fyrir utan PB, sem Vanessa Bayer leikur, þá eru allir meðlimir ofurhetjuteymisins raunverulegar persónur úr DC Comics heiminum.
Þetta er önnur myndin frá DC Comics um hund Supermanns. Sú fyrri var Krypto The Super Dog frá árinu 2005.
Alla jafna er Merton karlkyns persóna í ofurhetjublöðunum. Hér er persónan orðin kvenkyns.
Þetta er þriðja teiknimyndin sem fer í bíó með Dwayne Johnson í einu hlutverkanna. Hinar eru Planet 51 frá 2009 og Moana frá 2016. Þá er þetta fyrsta teiknimyndin sem Johnson framleiðir.
Keanu Reeves leikur hér í sinni þriðju teiknimynd. Hinar eru Leikfangasaga 4 frá 2019 og The SpongeBob Movie: Sponge on the Run frá 2020.
Sérstök stikla þar sem kastljósinu var beint að Batman og Ace var frumsýnd á undan The Batman þegar hún kom í bíó í mars 2022.
Íslenskir leikarar: KRYPTO – Orri Huginn Ágústsson, ACE – Hjálmar Hjálmarsson, LULU – Edda Björg Eyjólfsdóttir, PB – Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, CHIP – Björgvin Franz Gíslason, MERTON – Hanna María Karlsdóttir, SUPERMAN – Arnar Dan Kristjánsson, LOIS LANE – Dominique Gyða Sigrúnardóttir, LEX LUTHOR – Hannes Óli Ágústsson, BATMAN – Valdimar Örn Flygenring. Aðrir leikarar: Andrea Ólafsdóttir, Árni Beinteinn Árnason, Birgir Steinn Stefánsson, Bjartmar Þórðarson, Davíð Guðbrandsson, Hrund Ölmudóttir, Hulda Kristín Kolbrúnardóttir, Ívar Baldvin Júlíusson, Kolbrún Helga Friðriksdóttir, Kristinn Sigurpáll Sturluson, Lísa Bríet Malmquist, Rakel Björk Björnsdóttir, Rósa Guðný Þórsdóttir, Sigrún Elsa Bjarnadóttir og Þorsteinn Gunnar Bjarnason.

Höfundar og leikstjórar

Jared Stern
Jared SternLeikstjórif. -0001
Philip Boyd
Philip BoydHandritshöfundurf. -0001

Framleiðendur

Warner Animation GroupUS
Seven Bucks ProductionsUS
Animal LogicCA
DCUS