Náðu í appið
Villibráð

Villibráð (2023)

Wild Game

1 klst 50 mín2023

Í matarboði í Vesturbænum ákveða sjö vinir að fara í stórhættulegan samkvæmisleik.

Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára

Hvar má horfa

Streymi
RÚV
Leiga
Stöð 2Síminn

Söguþráður

Í matarboði í Vesturbænum ákveða sjö vinir að fara í stórhættulegan samkvæmisleik. Viðstaddir leggja símana á borðið og fallast á að öll símtöl og skilaboð sem berast verði deilt með samkomunni til að sanna að ekkert þeirra hafi nokkuð að fela.

Aðalleikarar

Vissir þú?

Þetta er fyrsta kvikmyndahandrit leikskáldsins Tyrfings Tyrfingssonar. Gagnrýnandi Morgunblaðsins segir það \"afar vel heppnað\".
Villibráð er endurgerð ítölsku kvikmyndarinnar Perfetti Sconosciuti frá 2016. Hún hefur ratað í Heimsmetabók Guinness sem sú mynd sem oftast hefur verið endurgerð í kvikmyndasögunni. Villibráð er 22. endurgerðin.
Egypsk útgáfa kvikmyndarinnar olli miklu uppnámi. Kröfðust egypskir þingmenn þess að lokað yrði fyrir streymisveituna Netflix, sem sýndi myndina.
Tyrfingur sagði við Morgunblaðið: Snjallsíminn, sem er svo fallega hannaður og fer vel í hendi, er tortímingartæki um leið og þetta er flóttaleið. Þetta er eins og svartur spegill sem hjálpar fólki að flýja þá viktoríönsku tíma sem við lifum með öllum sínum hressilegu bælingum.

Höfundar og leikstjórar

Elsa María Jakobsdóttir
Elsa María JakobsdóttirLeikstjórif. -0001
Tyrfingur Tyrfingsson
Tyrfingur TyrfingssonHandritshöfundurf. -0001

Framleiðendur

Scanbox ProductionDK
Zik Zak FilmworksIS

Verðlaun

🏆

Nína Dögg Filippusdóttir og Björn Hlynur Haraldsson hlutu Edduverðlaun fyrir leik í aukahlutverki. Tilnefnd til níu Edduverðlauna.