Apples (2020)
Mila
"Could it be that we are the things we don't forget?"
Þegar óútreiknanlegur heimsfaraldur ríður yfir sem veldur skyndilegu minnisleysi, endar Aris í endurhæfingu sem á að hjálpa honum að byggja upp nýtt líf.
Deila:
Söguþráður
Þegar óútreiknanlegur heimsfaraldur ríður yfir sem veldur skyndilegu minnisleysi, endar Aris í endurhæfingu sem á að hjálpa honum að byggja upp nýtt líf. Meðferðin felst í daglegum verkefnum sem læknirinn hans ávísar honum á kassettu og með því að láta hann fanga nýjar minningar á Polaroid myndavél. Aris aðlagast nýju lífi og hittir þá Önnu sem er líka í bataferli.
Aðalleikarar
Vissir þú?
Christos Nikou fæddist í Aþenu árið 1984. Stuttmynd hans KM tók þátt í yfir 40 alþjóðlegum kvikmyndahátíðum, þar á meðal í Rotterdam, Stokkhólmi, Palm Springs, Sydney, Tallinn Black Nights, Interfilm Berlin og vann verðlaun fyrir Bestu Stuttmyndina í Motovun kvikmyndahátíð í Króatíu.
Undanfarin 10 ár hefur Nikou starfað sem aðstoðarleikstjóri í mörgum kvikmyndum í fullri lengd, meðal annars DOGTOOTH (Yorgos Lanthimos) og BEFORE MIDNIGHT (Richard Linklater).
APPLES er fyrsta kvikmynd Nikou í fullri lengd.
Með þessari súrrealísku sýn nær Gríski handritshöfundurinn og leikstjórinn Christos Nikou að setja upp töfrandi hugleiðingu um minni, sjálfsmynd og missi. Hann kannar hvernig samfélagið gæti tekið á óafturkræfum afleiðingum heimsfaraldurs í gegnum sögu eins manns og hans sjálfsuppgötvun.
Erum við samansafn af minningum okkar eða erum við dýpri og þýðingarmeiri en það?
Höfundar og leikstjórar

Matt WalshLeikstjóri

Stavros RaptisHandritshöfundur
Myndir
Plaköt
Framleiðendur

Boo ProductionsGR

Lava FilmsPL

Perfo ProductionSI
Musou Music Group
Verðlaun
🏆
27 tilnefningar og 16 verðlaun, m.a. verðlaun fyrir Besta handritið á Chicago kvikmyndahátíðinni og sérstök dómefndarverðlaun unga fólksins á Les Arcs kvikmyndahátíð.











