Náðu í appið
Apples

Apples (2020)

Mila

"Could it be that we are the things we don't forget?"

1 klst 31 mín2020

Þegar óútreiknanlegur heimsfaraldur ríður yfir sem veldur skyndilegu minnisleysi, endar Aris í endurhæfingu sem á að hjálpa honum að byggja upp nýtt líf.

Rotten Tomatoes93%
Metacritic77
Deila:

Söguþráður

Þegar óútreiknanlegur heimsfaraldur ríður yfir sem veldur skyndilegu minnisleysi, endar Aris í endurhæfingu sem á að hjálpa honum að byggja upp nýtt líf. Meðferðin felst í daglegum verkefnum sem læknirinn hans ávísar honum á kassettu og með því að láta hann fanga nýjar minningar á Polaroid myndavél. Aris aðlagast nýju lífi og hittir þá Önnu sem er líka í bataferli.

Aðalleikarar

Vissir þú?

Christos Nikou fæddist í Aþenu árið 1984. Stuttmynd hans KM tók þátt í yfir 40 alþjóðlegum kvikmyndahátíðum, þar á meðal í Rotterdam, Stokkhólmi, Palm Springs, Sydney, Tallinn Black Nights, Interfilm Berlin og vann verðlaun fyrir Bestu Stuttmyndina í Motovun kvikmyndahátíð í Króatíu.
Undanfarin 10 ár hefur Nikou starfað sem aðstoðarleikstjóri í mörgum kvikmyndum í fullri lengd, meðal annars DOGTOOTH (Yorgos Lanthimos) og BEFORE MIDNIGHT (Richard Linklater).
APPLES er fyrsta kvikmynd Nikou í fullri lengd.
Með þessari súrrealísku sýn nær Gríski handritshöfundurinn og leikstjórinn Christos Nikou að setja upp töfrandi hugleiðingu um minni, sjálfsmynd og missi. Hann kannar hvernig samfélagið gæti tekið á óafturkræfum afleiðingum heimsfaraldurs í gegnum sögu eins manns og hans sjálfsuppgötvun. Erum við samansafn af minningum okkar eða erum við dýpri og þýðingarmeiri en það?

Höfundar og leikstjórar

Matt Walsh
Matt WalshLeikstjórif. -0001
Stavros Raptis
Stavros RaptisHandritshöfundurf. -0001

Framleiðendur

Boo ProductionsGR
Lava FilmsPL
Perfo ProductionSI
Musou Music Group

Verðlaun

🏆

27 tilnefningar og 16 verðlaun, m.a. verðlaun fyrir Besta handritið á Chicago kvikmyndahátíðinni og sérstök dómefndarverðlaun unga fólksins á Les Arcs kvikmyndahátíð.