Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Vissir þú
Sara Gunnarsdóttir er leikstjóri og listakona sem hefur búið til hreyfimyndir, tónlistarmyndbönd og önnur frumsamin verk fyrir kvikmyndir og sjónvarp, þar á meðal “The Diary of a Teenage Girl” sem Marielle Heller leikstýrði og HBO þáttaröðina “The Case Against Adnan Sayed en sú þáttaröð var tilnefnd til Emmy verðlauna.
Sara er fædd og uppalin í Reykjavík þar sem hún lauk BA gráðu frá Listaháskóla Íslands. Hún hlaut MA gráðu í Experimental Animation frá CalArts og ritgerð hennar, teiknimyndin The Pirate of Love, var tilnefnd til Stúdenta Akademíuverðlaunanna. Verk hennar hafa verið sýnd í MOMA´S í flokknum Nýir leikstjórar / Nýjar kvikmyndir, á AFI Fest og Telluride kvikmyndahátíð.
Pamela Ribon er bandarískur handrits- og metsöluhöfundur og er þekkt fyrir teiknimyndirnar Moana, Ralph Breaks the Internet, Smurfs: The Lost Village, teiknimyndasögun Slam!, My Boyfriend is a Bear og metsölubókina Why Girls are Weird.
Verk hennar hafa meðal annars verið sýnd á hátíðinni HBO US Comedy Arts. Fyrir slysni skapaði hún alþjóðlega hneykslið „Call Us Crazy: The Anne Heche Monologues.“
Pamela er þekkt fyrir að vera brautryðjandi í bloggheiminum með síðu sinni pamie.com en þar setti hún inn ritgerðirnar „How I Might Have Just Became the Newest Urban Legend“ og „Barbie Fucks it Up Again“ sem slógu í gegn.