Náðu í appið
My Year of Dicks

My Year of Dicks (2022)

25 mín2022

Bráðfyndin, rómantísk teiknimyndasería, sem fjallar um Pam, fimmtán ára stelpu í Houston á tíunda áratug síðustu aldar, sem hefur einsett sér að missa meydóminn.

IMDb5.7
Deila:

Hvar má horfa

Streymi
Netflix
Leiga
Síminn

Söguþráður

Bráðfyndin, rómantísk teiknimyndasería, sem fjallar um Pam, fimmtán ára stelpu í Houston á tíunda áratug síðustu aldar, sem hefur einsett sér að missa meydóminn. Hún lifir og hrærist mitt á milli raunveruleikan og fantasíu með því að reyna kanna mismunandi týpur af strákum eins og gothara, hjólabrettakappa, indie-kvikmyndasnobbhana og fleiri, án þess að vera sett í straff af foreldrum sínum. Serían er skrifuð af Pamela Ribon og er aðlögun upp úr endurminningarbók hennar.

Aðalleikarar

Vissir þú?

Sara Gunnarsdóttir er leikstjóri og listakona sem hefur búið til hreyfimyndir, tónlistarmyndbönd og önnur frumsamin verk fyrir kvikmyndir og sjónvarp, þar á meðal “The Diary of a Teenage Girl” sem Marielle Heller leikstýrði og HBO þáttaröðina “The Case Against Adnan Sayed en sú þáttaröð var tilnefnd til Emmy verðlauna.
Sara er fædd og uppalin í Reykjavík þar sem hún lauk BA gráðu frá Listaháskóla Íslands. Hún hlaut MA gráðu í Experimental Animation frá CalArts og ritgerð hennar, teiknimyndin The Pirate of Love, var tilnefnd til Stúdenta Akademíuverðlaunanna. Verk hennar hafa verið sýnd í MOMA´S í flokknum Nýir leikstjórar / Nýjar kvikmyndir, á AFI Fest og Telluride kvikmyndahátíð.
Pamela Ribon er bandarískur handrits- og metsöluhöfundur og er þekkt fyrir teiknimyndirnar Moana, Ralph Breaks the Internet, Smurfs: The Lost Village, teiknimyndasögun Slam!, My Boyfriend is a Bear og metsölubókina Why Girls are Weird. Verk hennar hafa meðal annars verið sýnd á hátíðinni HBO US Comedy Arts. Fyrir slysni skapaði hún alþjóðlega hneykslið „Call Us Crazy: The Anne Heche Monologues.“
Pamela er þekkt fyrir að vera brautryðjandi í bloggheiminum með síðu sinni pamie.com en þar setti hún inn ritgerðirnar „How I Might Have Just Became the Newest Urban Legend“ og „Barbie Fucks it Up Again“ sem slógu í gegn.

Höfundar og leikstjórar

Sara Gunnarsdottir
Sara GunnarsdottirLeikstjórif. -0001
Pamela Ribon
Pamela RibonHandritshöfundurf. -0001

Gagnrýni notenda

Engar gagnrýnir ennþá. Vertu fyrstur til að skrifa gagnrýni!