Náðu í appið
Tea with Mussolini

Tea with Mussolini (1999)

Te með Mussolini

"A story of civilized disobedience"

1 klst 57 mín1999

Saga sem er sjálfsævisöguleg að hluta úr æsku kvikmyndaleikstjórans Franco Zeffirelli, fjallar um óskilgetinn son ítalsks athafnamanns.

Rotten Tomatoes64%
Metacritic53
Deila:
Tea with Mussolini - Stikla
Öllum leyfð Öllum leyfð
Ástæða:FordómarFordómarBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Saga sem er sjálfsævisöguleg að hluta úr æsku kvikmyndaleikstjórans Franco Zeffirelli, fjallar um óskilgetinn son ítalsks athafnamanns. Móðir drengsins er látin og hann er alinn upp af enskri konu í Ítalíu á árunum fyrir upphaf seinni heimsstyrjaldarinnar. Hópur enskra kvenna býr í Flórens í nokkurri einangrun undir verndarvæng ekkju sendiherra, og þær trúa því að það að þær hafi verið boðnar í teboð einræðisherrans Mussolini, veiti þeim vernd. En þegar stríðið brýst út, þá eru konurnar kyrrsettar. Í þessari ensku nýlendu þá birtist auðug bandarísk kona. Hún ber virðingu fyrir “Scorpioni” eins og konurnar eru kallaðar, og reynir að laun að koma þeim fyrir á hóteli. Ekkja sendiherrans finnst hún gróf og dónaleg og reynir að hundsa hana, en þegar Bandaríkin blandast inn í stríðíð, þá er sú bandaríska einnig tekin höndum. Þá uppgötvar hún að ítalskur elskhugi hennar er búinn að plata hana til að skrifa undir að pappíra sem færa alla peninga hennar og listasafn á hans nafn, og er núna að skipuleggja aftöku hennar. Nú þurfa allir að taka höndum saman til að koma í veg fyrir þetta.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Gagnrýni notenda (1)

Kvikmyndin "Tea with Mussolini" er nýjasta kvikmynd ítalska leikstjórans Francos Zeffirelli sem byggir hana á eigin æskuminningum. Með aðalhlutverkin fara óskarsverðlaunaleikkonurnar Cher, Da...

Framleiðendur

CattleyaIT
CineritmoIT
Film and General ProductionsGB
Medusa Produzione