Náðu í appið
Öllum leyfðMyndin dregur upp mynd af mismunun eða felur í sér efni sem getur hvatt til mismununarÍ myndinni er ljótt orðbragð

Tea with Mussolini 1999

(Te með Mussolini)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 27. ágúst 1999

A story of civilized disobedience

117 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 64% Critics
The Movies database einkunn 53
/100

Saga sem er sjálfsævisöguleg að hluta úr æsku kvikmyndaleikstjórans Franco Zeffirelli, fjallar um óskilgetinn son ítalsks athafnamanns. Móðir drengsins er látin og hann er alinn upp af enskri konu í Ítalíu á árunum fyrir upphaf seinni heimsstyrjaldarinnar. Hópur enskra kvenna býr í Flórens í nokkurri einangrun undir verndarvæng ekkju sendiherra, og þær trúa... Lesa meira

Saga sem er sjálfsævisöguleg að hluta úr æsku kvikmyndaleikstjórans Franco Zeffirelli, fjallar um óskilgetinn son ítalsks athafnamanns. Móðir drengsins er látin og hann er alinn upp af enskri konu í Ítalíu á árunum fyrir upphaf seinni heimsstyrjaldarinnar. Hópur enskra kvenna býr í Flórens í nokkurri einangrun undir verndarvæng ekkju sendiherra, og þær trúa því að það að þær hafi verið boðnar í teboð einræðisherrans Mussolini, veiti þeim vernd. En þegar stríðið brýst út, þá eru konurnar kyrrsettar. Í þessari ensku nýlendu þá birtist auðug bandarísk kona. Hún ber virðingu fyrir “Scorpioni” eins og konurnar eru kallaðar, og reynir að laun að koma þeim fyrir á hóteli. Ekkja sendiherrans finnst hún gróf og dónaleg og reynir að hundsa hana, en þegar Bandaríkin blandast inn í stríðíð, þá er sú bandaríska einnig tekin höndum. Þá uppgötvar hún að ítalskur elskhugi hennar er búinn að plata hana til að skrifa undir að pappíra sem færa alla peninga hennar og listasafn á hans nafn, og er núna að skipuleggja aftöku hennar. Nú þurfa allir að taka höndum saman til að koma í veg fyrir þetta. ... minna

Aðalleikarar


Kvikmyndin "Tea with Mussolini" er nýjasta kvikmynd ítalska leikstjórans Francos Zeffirelli sem byggir hana á eigin æskuminningum. Með aðalhlutverkin fara óskarsverðlaunaleikkonurnar Cher, Dame Judi Dench, Dame Maggie Smith og ennfremur leikkonurnar Joan Plowright og Lily Tomlin sem leika breskar og bandarískar konur búsettar á Ítalíu um það leyti sem Mussolini og Hitler eru að ná öllum völdum í heimalöndum sínum. Þegar móðir hins unga Luca deyr og faðir hans neitar að taka ábyrgð á honum er honum komið í fóstur til fyrrverandi ritara föður hans, hinnar ákveðnu Mary sem býr innan um aðra Englendinga í Flórens. Þar elst hann upp í góðu yfirlæti næstu árin og kynnist m.a. vinkonum Mary. Þegar Mussolini tekur að sýna klærnar grípur um sig nokkur ótti á meðal útlendinga í landinu og að því kemur að ein vinkvenna Mary, sendiherrafrúin fyrrverandi Hester, grípur til þess ráðs að bjóða hertoganum í te. Við það tækifæri sannfærir hann hana og vinkonur hennar um að þeim verði ekkert mein gert, hvorki nú né síðar. En þegar stríðið brýst út af fullum krafti kemur annað á daginn. Mary og vinkonur hennar eru fangelsaðar og Luca, sem nú er orðinn táningur, óttast um líf þeirra. Hann ákveður að grípa til sinna ráða til að frelsa þær úr prísundinni en hættir um leið sínu eigin lífi. Vel gerð og eftirminnileg kvikmynd frá Zeffirelli og er hún meistaralega leikin af hinum stórfenglegu og fjölhæfu aðalleikkonum. Ég gef henni þrjár og hálfa stjörnu og mæli eindregið með henni við alla hugsandi kvikmyndaáhugamenn. Hún er afar skemmtileg fyrir þá sem vilja eiga góða stund fyrir framan imbakassann og alla þá sem hafa áhuga á úrvalsmyndum
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn