Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ein af þessum vídeómyndum sem koma svona líka bráðskemmtilega á óvart. Fjallar um nokkra strákpjakka (takið eftir Henry Thomas sem lék Elliot í E.T.) sem ræna mafíuforingja og heimta aðstoð hans við að finna stelpuskjátu sem hefur verið rænt, en hún er unnusta eins úr hópnum og systir annars. Mafíubossinn reynist hinsvegar vera töluvert meiri maður en þeir höfðu áætlað og bæði ránið á honum og það sem á eftir kemur fer allt meira og minna úr böndunum, auk þess sem ýmislegt er ekki alveg einsog það virðist vera við fyrstu sýn. Christopher Walken er ljómandi flottur einsog alltaf í hlutverki mafíuforingjans en grínistinn Dennis Leary stelur senunni sem lífvörður hans, Lono. Er til að mynda senan þar sem hann er að verja 1500 dollara gaddaskötustígvélin sín hrein unun á að horfa.