Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Drop Dead Gorgeous 1999

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 18. febrúar 2000

The battle between the good and the bad is bound to get ugly.

97 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 47% Critics
The Movies database einkunn 28
/100

Kolsvört og léttgeggjuð gamanmynd sem gerist í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna þar sem hart er deilt á fegurðarsamkeppnir stúlkna, með háðsádeiluna að vopni. Fegurðarsamkeppni verður lífshættuleg þegar ljóst verður að það er einhver sem mun gera allt til að vinna! Sagan gerist í litlum bæ í Minnesota, en sjónvarpsstöð sendir beint út frá úrslitum... Lesa meira

Kolsvört og léttgeggjuð gamanmynd sem gerist í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna þar sem hart er deilt á fegurðarsamkeppnir stúlkna, með háðsádeiluna að vopni. Fegurðarsamkeppni verður lífshættuleg þegar ljóst verður að það er einhver sem mun gera allt til að vinna! Sagan gerist í litlum bæ í Minnesota, en sjónvarpsstöð sendir beint út frá úrslitum í fegurðarsamkeppni. Fyrrum sigurvegarinn Gladys Leeman vill tryggja það með öllum ráðum að dóttir hennar nái að feta í fótspor hennar. Sprengingar, ljós sem hrynja niður, og eldur í hjólhýsi, sanna það. Þar sem Leeman fjölskyldan er ríkasta fjölskyldan í bænum, þá er lögreglan ekkert að æsa sig yfir þessu. Þrátt fyrir allt, aðal samkeppnisaðilinn ( og frænka ) Amber Atkins, verður ekki stöðvuð. Það gætu verið fleiri dauðsföll og meiri vonbrigði handan við hornið. ... minna

Aðalleikarar


Þessi mynd er náttúrulega bara snilld. Það tók mig 2 tilraunir til að fatta myndina og eftir það var ekki aftur snúið. Það eru faldir brandarar út um ALLT í myndinni en þeir liggja flestir undir yfirborðinu. Nokkur atriði í myndinni voru svo brjálæðislega fyndin ég hélt ég yrði ekki eldri... I'm a winner, nobody can stop me -but me!

Ég mæli hiklaust með þessari mynd fyrir þá sem fíla svartar háðsádeilur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ágætis mynd með fínum húmor, reynda bjóst ég við frekar lélegri mynd þannig að það má segja að hún hafi komið mér á óvart. Þetta er náttúruega ekkert stór kvikmyndaverk en fín skemmtun engu að síður og var gaman að sjá nokkur kunnuleg andlit þarna. Húmorinn í myndinni höfðar öruggluga til flestra og voru nokkur mjög góð atriði í myndinni. En eins og kvikmyndaunnendur sjá bara á auglýsingaspjaldinu þá fær þessi mynd aldrei meira en þrjár stjörnur. En ég mundi hafa gaman að því að vita hvað Helgi Páll myndi gefa þessari margar (yfir til þín Helgi).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Frábær ádeila á fegurðarmat Bandaríkjanna. Það stóðu sig allir vel í þessari mynd. Það var svo ógeðslega fyndið þegar að Denise Richards er að dansa við Jesú á krossinum. Ég hélt að ég myndi grenja úr hlátri.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég hefði gefið henni fjórar stjörnur ef hún hefði ekki byrjað svona leiðinlega. Engu að síður er þetta frábær svört kómedía um það hve fáránlegar fegurðarsamkeppnir geta verið. Ellen Barkin var skemmtileg og fyndin sem móðir Amber (Kirsten Dunst). Kirsten Dunst tekst vel upp eins og Denise Richards sem leikur Becky, forríka, ofdekraða stelpu og Kirstie Alley sem leikur mömmu Becky sem svífst einskins til að dóttir sín vinni. Mörg atriði eru frábærlega fyndin eins og þegar Becky sýndi atriðið sitt og þegar þær voru að æfa stigaatriði. Farið á hana hún er FRÁBÆR.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Eina ástæðan fyrir því að ég tók þessa mynd á leigu var sú að Kirsten Dunst leikur í henni enda hef ég verið mikill aðdáandi hennar alveg síðan hún heillaði mig upp úr skónum sem lítil stelpa í Interview with the Vampire um árið og ég verð eiginlega að segja að hún eigi þessa einu stjöru sem ég gef þessari mynd enda söguþráðurinn ekki upp á marga fiska og þó að Denise Richards sé rosa falleg og með flottan barm þá bara getur hún ekki leikið, greyið eins og sást bara best í nýjustu James Bond myndinni og Kristie Alley er hundleiðinleg sem mamma Denise en Ellen Barkin stóð sig þokkalega og hefði mátt vera meira í myndinni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn