Náðu í appið
Öllum leyfð

Friends 1994

(Vinir)

Fannst ekki á veitum á Íslandi
22 MÍNEnska

Eitt vinsælasta sjónvarpsefni allra tíma - Friends

Aðalleikarar

Handrit

Vinir okkar allra
Friends eru einir vinsælustu sjónvarpsþættir sem hafa nokkurn tíman verið gerðir, voru þeir sýndir í tíu ár og er góð ástæða fyrir því. Þeir eru skemmtilegir, fyndnir, með mismunandi fólk, frábærum gestaleikurum og líður manni einfaldlega vel á að horfa á þá.

Hér er lýsing á aðalkarekturunum:

Rachel (Jennifer Aniston)

Hún hættir við að giftast manninum sínum, yfirgefur hann við altarið og fer til New York þar sem hún hittir bestu vinkonu sína úr menntaskóla Monicu. Hún flytur inn með henni og fer að vinna í fyrsta sinn á kaffihúsinu Central Perk, þar sem vinirnir hanga allan daginn. Hún er í on and off sambandi með Ross.

Monica

Monica er kokkur sem að var offitusjúklingur sem unglingur og er mjög furðuleg og hávær. Hún heldur hópnum saman og hittast þau langoftast heima hjá henni. Hún hefur verið með hinum ýmsu mönnum en endar svo með góðum vini.

Ross

Ross er bróðir Monicu, hann er risaeðlufræðingur og vinnur á safni og við kennslu. Hann skilur við konu sína vegna þess að hún er lesbísk en eignast þau samt soninn Ben saman stuttu eftir skilnaðinn. Hann er frekar misheppnaður náungi en er hans helsta afrek samband hans með Rachel.

Joey

Joey er leikari sem er oftast atvinnulaus en fær þó nokkur góð tækifæri, hann er af ítölskum kaþólskum ættum, á 7 systur og borðar endalaust af pizzu og samlokum. Hann er algjör kvennabósi og þarf hann sjaldnast meira en sturtu til að komast yfir sambandsslit. Hannn býr með Chandler.

Chandler

Chandler er mjög fyndinnn náungi sem að er í einhverri vinnu sem enginn veit hver er. Foreldrar hans skildu þegar hann var 9 ára og varð pabbi hans hommi. Í kjölfari þess fór hann að nota brandara til að tjá sig. Chandler og Joey búa í íbúðinni á móti Monicu og Rachel.

Phoebe

Phoebe er örruglega furðulegust af öllum vinunum. Þegar hún var 14 ára framdi mamma hennar sjálfsmorð og fór stjúppabbi hennar í fangelsi og lenti hún þá á götunni. Hún er mikill hippi og er oftast atvinnulaus sjálfstætt starfandi nuddari en spilar þó líka ógleymanleg lög á kaffihúsinu Central Perk á gítar. Hún á erfitt í ástarmálum en er stórskemmtileg.

Vinirnir gera allt saman og hlær maður yfir næstum öllu sem þau segja. Þau lifa frekar venjulegum lífum en alltaf kemur eitthvað skemmtilegt upp á. Þættirnir eru mjög skemmtilegir en eina sem getur gert mann pirraðan er hláturinn sem er hleginn inná. Gamanþáttur sem allir ættu að hafa gaman af!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
SNILLD
Þessir Þættir eru bestu þættir í heimi. Þar fara leikararnir á kostum


Jennifer Aniston(Rachel Green)

Courteney Cox Arquette(Monica Geller)

Lisa Kudrow(Phoebe Buffay)

Matt LeBlanc(Joey Tribbiani)

Matthew Perry(Chandler Bing)

David Schwimmer(Ross Geller)

Þau eru öll snillingar!!!!!

Monica

Kokkur á Javu´s algjör Hreinlætistýpa.

Rachel

Týskudama vinnur á Ralph Lauren

Phoebe Buffay

Er Nuddari, spilar á gítar og kann frönsku

Chandler Bing

Brandarakarl og að mínu mati er hann fyndnastur af þeim.

Joey Tribbiani

Elskar Mat og Kynlíf og stelpur.

Ross Geller

Steingervingafræðingur soldið boring gaur!

Að mínu mati eru þetta bestu þættir í Heimi sættið ykkur við það!!!!!!!!

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Friends.

Þetta eru þættir um sex manns sem búa í New York og eyða mestum tíma sínum á Central Perk kaffihúsinu eða í íbúð Monicu (ein af þeim sex). Þættinir runnu sitt skeið í Maí 2004 og skildu eftir sig 10 seríur.

Eftirfarandi listi skírir betur út hverjir Vinirnir sex eru.

Ross (David Schimmer)

Þetta er mjög boring gaur sem er eitthverskonar risaelðlu sérfræðingur og vinnur á safni. Hann er leikinn af David Schimmer og er frekar skrítin og leiðileg persóna af mínu mati.

Rachel (Jennifer Aniston)

Hún hafði lifað á foreldrum sínum áður en hún flutti til Monicu og kann því ekkert of vel á allt í lífum venjulegs fólks í New York. Jennifer Aniston hefur gengið einna best í kvikmynda buisnessinum eftir að hætt var með þættina á meðan sumir vinirnir eru ekkert að standa sig hóst Allir hinir nema kannsi Matthew Perry og hugsanlega Cortney Cox sem lék í nokkrum myndum fyrir eitthverjum árum og maður tekur aldrei eftir Lisu Kudrow í þau fáu skipti sem hún leikur í mynd hóst.

Monica (Corney Cox)

Monica er alger snirti pinni og fríkar út þegar að eitthver færir húsgögn í íbúðinni hennar, skilur eftir bjórdós á borðinu eða í sumu tilfellum krumpar púðana á sófanum. Ég veit ekki hvort það er persónan (Monica) eða leikonan (Cortney Cox) sem fer svona viðbjóðslega í taugarnar á mér, nánast hver setning og hver hreifing sem hún veldur hefur þau a´hrif á mig að mig langar að öskra ... mjög hátt annars hef ég ekkert á móti Monicu.

Joey (Matt LeBlanc)

Þessi gaur er ítalskur bandaríkja maður og vinnur sem leikari. Flestar stelpur sem hann hittir heillast algerlega að honum ólíkt sumum ... ég nefni engin nöfn ... CHANDLER. Joey hefur nú byrjað nýa seríu þátta sem heita einmitt Joey sem fjalla um ævintýri Joey eftir Friends þættirnir hættu.

Chandler (Matthew Perry)

Þetta er sá fyndni í geinginu. Óskup mislukkaður karlinn en samt lang besta persónan. Hver setning hjá Chandler inniheldur brandara eða kaldhæðni af eitthverju tægi og það er einmitt það sem gerir Chandler svona frábæran.

Pheobe (Lisa Kudrow)

Þessi kelling er stórskrítin. Hún er alltaf að koma með eitthvað samhengislaust í umræðum og er að mínu mati rétt eins og Monica pirrandi. Eins og ég sagði áðan þá er Lisu Kudrow ekki að ganga nógu vel í showbizinu maður hefur séð eitthverjar myndir með henni en tekur vala eftir henni í þeim.

Friends eru afskaplega pirrandi þættir og ekkert of skemmtilegir en samt af eittvherjum ástæðum gertur maður ekki slitið sig frá þeim, af eitthverjum ástæðum verður maður að fylgjast með tilgangs lausum lífum sex manns í New York.

Oft spyr ég mig: Er þetta ekki rosaleg sóun á tíma mínum að horfa á Friends?

En njah hvað hefur maður svo sem betra að gera í frístundum sínum en að sitja fyrir framan imbann og horfa á Friends í nokkra klukkutíma í röð. Þess vegna er ég stoltur af því að gefa þessum gamanþáttum, Friends þrjár stjörnur.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Friends er einn af uppháldsþáttunum mínum. Friends eru frábærir. Þættirnir fjalla um 6 góða vini, líf þeirra, vináttu og ást. Þeir eru hreint snilld.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessir þættir eru án efa bestu framhaldsþættir sem gerðir hafa verið! Þessir þættir fjalla um 6 góða vini og lenda þeir öllu t.d. slagsmálum. Þættirnir geta verið sorglegir, fyndnir( alltaf reyndar fyndnir), það getur verið mikil drama og getur verið mikil spenna. Þessir þættir áttu í byrjun aðeins að verða 12 þættir en svo nutu þeir svo mikla vinsælda að það var lengt það í 24. Svo voru gerðar nýjar og nýjar seríur og eru þær komnar uppí 1 seríur og eru þau hætt núna :( en það stóð einhver staðar að þau munu koma á hvíta tjaldið og þá mun myndin vera eitthvað um 2 tíma eða eitthvað svoleiðis. En þátturinn hefur margoft verið tilnefndir sem besti gamanþátturinn og hefur að mínu mati bara alltaf átt þann titil skilinn því þættirnir eru ekkert annað en frábærir!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

01.10.2023

Heimsmet hjá Hvolpasveitinni - Hvuttbær árangur!

Kvikmyndin Hvolpasveitin: Ofurmyndin, sem kom í bíó hér á Íslandi nú um helgina, setti á dögunum nýtt heimsmet yfir fjölda hunda á einni sýningu.  Alls mættu 219 hundar með eigendum sínum á sérstaka forsýningu myndarinnar í Autry bíóinu í Griffith Park ...

25.11.2022

Barátta fyrir réttlæti og viðurkenningu

Leikararnir í flugmyndinni Devotion, sem kemur í bíó hér á Íslandi í dag, þykja slá í gegn. Myndin er smart og fáguð og hefst á loft þegar áhorfandinn á síst von á því. Devotion er byggð á raunverulegum atb...

31.10.2022

Hélt hann hefði farið yfir strikið

Breska blaðið Financial Times gefur rómantísku gamanmyndinni Bros, sem kom í bíó um helgina, fjórar stjörnur af fimm mögulegum í dómi um myndina og segir hana fyndna. Þar sé fjallað sé um pólitík, dægurmenningu og vísað sé í Bert og...


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn