Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Astronaut's Wife 1999

Frumsýnd: 14. október 1999

How well do you know the one you love?

109 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 15% Critics
The Movies database einkunn 37
/100

Geimskip á sporbaug um jörðu sem á að gera við bilað gervitungl neyðist til að snúa aftur til Jarðar eftir að NASA missir samband við geimfarana Spencer Armacost og Alex Streck í tvær mínútur. Þeir voru báðir fyrir utan geimskipið þegar atvikið átti sér stað. Þetta virðist ekki hafa áhrif á Armacost, en Streck á mun erfiðara með að ná sér eftir... Lesa meira

Geimskip á sporbaug um jörðu sem á að gera við bilað gervitungl neyðist til að snúa aftur til Jarðar eftir að NASA missir samband við geimfarana Spencer Armacost og Alex Streck í tvær mínútur. Þeir voru báðir fyrir utan geimskipið þegar atvikið átti sér stað. Þetta virðist ekki hafa áhrif á Armacost, en Streck á mun erfiðara með að ná sér eftir það sem gerðist. Með tímanum þá fer eiginkona Armacost að taka eftir breytingum á honum. Að áeggjan fyrrum starfsmanns NASA, þá fer hana að gruna eitt og annað um eiginmanninn. Hún kemst einnig að því að hún er vanfær.... minna

Aðalleikarar


Frekar leiðinleg verð ég að segja. Depp hefur oftast verið betri, virkar hér þreytulegur og áhugalaus. Ansi svo ruglingslegur söguþráður. Á góðri íslensku, þessi kvikmynd er hálfgerð steypa......
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ekki bjóst ég við miklu þegar ég fór á leiguna og tók þessa mynd. Búinn að heyra slæma gagnrýni o.s.frv. En ég verð að segja það að þessi mynd kom mér skemmtilega á óvart. Hún byggir upp spennu frá fyrstu mínútu og fram á þá síðustu. Öðruvísi vísindatryllir og nokkuð góður sem slíkur.C harlize Theron er að sanna sig í Hollywood og Johnny Depp er traustur að vanda. Mæli með þessari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ömurleg mynd. Þetta er svona endurútgefin Rosemary´s baby, sem var heldur ekki góð. Ég hef bara ekki séð jafn lélega mynd með Johnny Depp í langan tíma.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Alls ekki góð en heldur ekki mjög léleg vísindabullmynd sem stelur miklu frá Rosmary's Baby - meira að segja er Charlize Theron með eins hárgreiðslu og Mia Farrow. Myndin segir frá alveg mega-fullkomnu pari (Theron og Johnny Depp) sem verður fyrir því áfalli að Depp lendir í slysi þegar hann er að geimfarast eitthvað. Félagi hans, sem lenti í sama slysi, fær alveg rosaleg köst og endar líf hans með "heilablóðfalli" en konan hans fremur sjálfsmorð nokkrum dögum síðar. En þar sem Theron verður ófrísk gleymir hún öllu þessu þangað til að hún fer að heyra skrítin hljóð o.s.frv. og fer að óttast að maðurinn hennar sé ekki alveg heill eftir slysið. Það kemur manni ekkert á óvart í söguþræði myndarinnar - alveg frá fyrsta skoti til þess síðasta - en það sem kemur á óvart er það að leikstjóranum, Rand Ravich, tekst að skapa skemmtilegt andrúmsloft og ágæta spennu úr þessum litla efnivið. Leikararnir hjálpa einnig mikið til en Charlize Theron er ein af þessum rísandi stjörnum sem maður á endilega að fylgjast með. En hún má samt sem áður fara að hætta að leika ofsóknaróðar húsmæður. The Astronauts Wife er engin snilld, alls ekki neitt meistaraverk en hún kemur sínu til skila og það er meira en margar myndir geta gert nú til dags...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Spennutryllir sem segir frá konu geimfara nokkurs sem lendir einn daginn í dularfullu atviki þegar hann ásamt félaga sínum er að gera við gervitungl úti í geimnum. Þegar hann snýr aftur til jarðar fara grunsamlegir hlutir að gerast og svo virðist sem hann sé ekki alveg sami maðurinn. Það verður að segjast að þessi mynd kom mér á óvart - miðað við það sem ég hafði heyrt um söguþráðinn átti ég von á því að eiginmaðurinn (Johnny Depp) myndi breytast í slímugt skrýmsli og drepa alla. Það reyndist samt ekki vera raunin, myndin fer hægt af stað og spennan magnast alveg fram í endann. Sérstakur myndatökustíll og hraðar klippingar bjarga myndinni frá því að verða langdregin. Talsvert ímyndunarafl liggur að baki myndinni og þá sérstaklega útskýringunni fyrir því sem gerist fyrir eiginmanninn, þeir sama fara á þessa mynd munu allavega ekki sjá eitthvað sem þeir hafa séð áður. Gallalaus er myndin samt ekki, langt frá því. Sumar setningar persónanna er svo gjörsamlega út úr kortinu að það er með ólíkindum og einnig er mikilvægt atriði sem handritið gerir ekki tilraun til þess að útskýra nægjanlega. Leikararnir standa sig alveg ágætlega, Charlize Theron vinnur nokkuð vel úr aðalhlutverkinu sem eiginkonan sem finnst hún vera að missa vitið. Ég myndi samt ráðleggja henni að fara aftur í gömlu hárgreiðsluna, hún var að mínu mati ein fallegasta leikkona Hollywood áður en hún klippti sig stutt. En hvað um það, myndin er semsagt ansi ójöfn en virkar samt sem fín afþreying.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn