Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Naked souls er ein af þessum lítt þekktu B-myndum. Þar sem hún er ekki í kvikmyndahandbók Maltin´s mundi maður ekki búast við því að hún væri til umfjöllunar hér á kvikmyndir.is. En hvað sem því líður þá er þetta ágætis mynd. Sílíkondaman Pamela Anderson fer með stórt hlutverk og einn af mínum uppáhaldsleikurum David Warner fer með hlutverk aldraðs milljarðamærings sem skiptir um líkama við mun yngri mann. Hljómar kunnuglega? En myndin gengur samt alveg upp og ber þá helst að þakka fersku útliti og öruggri leikstjórn. Eiginlega hefði Naked souls átt að fá tvær stjörnur en höfum það tvær og hálfa út af glæsilegri frammistöðu hjá David Warner enda er hann alltaf jafn yndislega skemmtilegur.