Náðu í appið
Dumb Money

Dumb Money (2023)

"Dear Wall Street..."

1 klst 44 mín2023

Segir frá ringulreiðinni á verðbréfamarkaðnum á Wall Street eftir að hlutabréf verslunarfyrirtækisins GameStop tóku stökk vegna Reddit pósta.

Rotten Tomatoes84%
Metacritic66
Deila:
Dumb Money - Stikla
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:VímuefniVímuefniBlótsyrðiBlótsyrði

Hvar má horfa

Streymi
Netflix

Söguþráður

Segir frá ringulreiðinni á verðbréfamarkaðnum á Wall Street eftir að hlutabréf verslunarfyrirtækisins GameStop tóku stökk vegna Reddit pósta. Í miðpunkti sögunnar er hinn ofurvenjulegi Keith Gill sem byrjar að eyða öllum sparnaði sínum í bréfin og birta færslur um það á Reddit samfélagsmiðlinum. Þegar færslur hans fara að fá mikinn lestur, verður sannkölluð sprenging í hans lífi og allra í kringum hann. Þegar hlutabréfaráð eins og þetta nær slíkum hæðum verða allir ríkir, þar til milljarðamæringur ákveður að berjast á móti og heimur allra snýst við á örskotsstundu.

Aðalleikarar

Vissir þú?

Tveir af meðframleiðendum kvikmyndarinnar eru hinir þekktu Winklevoss tvíburar, Tyler og Cameron. Bræðurnir tókust á við stofnanda og forstjóra Facebook, Mark Zuckerberg fyrir dómi, sem sagt var frá í myndinni The Social Network frá 2010. Myndin var byggð á bókinni The Accidental Billionaires eftir Ben Mezrich, en hann skrifaði einnig bókina sem var innblásturinn að þessari mynd, The Antisocial Network.
Í einu atriði sést persóna Steve Cohen með New York Mets húfu. Hin raunverulegi Steve Cohen er eigandi hafnaboltaliðsins New York Mets.

Höfundar og leikstjórar

Gagnrýni notenda

Engar gagnrýnir ennþá. Vertu fyrstur til að skrifa gagnrýni!

Framleiðendur

Black Bear PicturesUS
Ryder Picture CompanyUS
Winklevoss PicturesUS