Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Oh, my God. Er sammála um það að þessi mynd er algjör leiðindi. Myndin fjallar um konu sem er single. Hún hittir hin vonandi Mr. Right. Þau hrífast hvor að öðru and fall in love. En með tímanum á hún eftir að komast að því að hann er The Mr. Wrong. Hann vill ekki trúa því að hún sé að hætta með honum, og ákveður að stalka hana og gera allt til þess að vinna hana á sitt band. Þá byrjar algjör martröð fyrir hana. Ellen Degeneres er hvað frægust fyrir ágæt stand-up og fyrir raddframmistöðu sína í Finding Nemo. Og held ég að hún ætti að halda sig við það, því frammistaða hennar hér er hræðileg. Bill Pullman, sem er þekktastur úr ID4, kemur með ágæta takta sem hinn paranoiaði Mr. Wrong. Og Joan Cusack kemur með ágæta innkomu sem afbrýðissama ex kærasta Mr. Wrong. En þrátt fyrir það, er Mr. Wrong alveg afleit mynd sem enginn ætti að þurfa þola að horfa á.
Ágæt mynd með Ellen DeGeneres, sem margir þekkja sem "Ellen" úr þáttunum "Ellen". Bill Pullman er voða sætur en hrikalega pirrandi. Söguþráðurinn í stuttu máli: Kona kynnist kalli, hefur áhuga á honum í byrjun en hættir því svo, kallinn hefur hálfgerða þráhyggju gagnvart henni. Góð afþreying.