Náðu í appið
Aquaman and the Lost Kingdom

Aquaman and the Lost Kingdom (2023)

"The tide is turning."

1 klst 55 mín2023

Black Manta, sem mistókst að sigra Aquaman í fyrstu atrennu, er enn ákafur í að hefna föður síns, og mun ekki hætta fyrr en Aquaman er allur.

Rotten Tomatoes33%
Metacritic42
Deila:
Aquaman and the Lost Kingdom - Stikla
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiHræðslaHræðsla

Hvar má horfa

Leiga
Stöð 2Síminn

Söguþráður

Black Manta, sem mistókst að sigra Aquaman í fyrstu atrennu, er enn ákafur í að hefna föður síns, og mun ekki hætta fyrr en Aquaman er allur. Black Manta er óárennilegri en nokkru sinni fyrr og hefur öðlast krafta hins goðsagnakennda svarta þríforks, sem leysir úr læðingi ævaforna og illa orku. Til að sigra í þessari baráttu snýr Aquaman sér til bróður síns Orm, fyrrum konungs Atlantis, og biður um aðstoð. Saman þurfa þeir að leggja eigin ágreiningsmál til hliðar til að vernda konungsríkið og bjarga fjölskyldu Aquaman og heiminum öllum frá gereyðingu.

Aðalleikarar

Vissir þú?

Þrátt fyrir að hafa verið leikkona síðan snemma á níunda áratug síðustu aldar er þetta í fyrsta skipti sem Nicole Kidman leikur í framhaldsmynd, þar sem hún sjálf lék í myndinni á undan. Hún lék í framhaldinu Batman Forever frá 1995 en ekki í myndinni á undan, né þeirri sem kom á eftir.
Jason Momoa kom fyrstur með hugmynd að framhaldssögu Aquaman frá 2018 og nafn hans birtist í lok myndar sem einn meðhöfunda. Hann er þar með sjötti leikarinn til að vera getið sem höfundar ofurhetjumyndar. Hinir eru. Christopher Reeve - Superman IV: The Quest for Peace (1987) Paul Rudd - Ant-Man (2015) and Ant-Man and the Wasp (2018) Ryan Reynolds - Deadpool 2 (2018) Tom Hardy - Venom: Let There Be Carnage (2021) Taika Waititi - Thor: Love and Thunder (2022) (Edward Norton endurskrifaði handrit Zak Penn fyrir The Incredible Hulk (2008), en var ekki getið sem meðhöfundar.)
Vinnuheiti myndarinnar var Necrus. Það er heiti neðanjarðarkonungsríkisins í Aquaman myndasögunum.

Höfundar og leikstjórar

Gagnrýni notenda

Engar gagnrýnir ennþá. Vertu fyrstur til að skrifa gagnrýni!

Framleiðendur

Warner Bros. PicturesUS
The Safran CompanyUS
Atomic MonsterUS
DC FilmsUS
Domain EntertainmentUS